Vandi Samfylkingarinnar 2 13. október 2005 19:18 OECD spáir ofhitnun í íslenska hagkerfinu, síðan samdráttarskeiði. Það boðar ekki gott fyrir skuldsettustu þjóð í heimi. Geir Haarde segist ekki taka mark á OECD, þetta sé sáraeinfalt – við byggjum bara fleiri álver. Þannig verður þenslunni haldið áfram; hagkerfið fær nýja innspýtingu. Það ætti ekki að vefjast fyrir núverandi stjórnarflokkum að halda stóriðjustefnunni til þrautar, hvort heldur er í Eyjafirði, Húsavík eða Helguvík. Þetta er kannski ekki sérlega hugmyndaríkt, Íslendingar verða mestu álbræðarar í heimi; en heimsbyggðin þarf ál og með þessu er framlengt í góðærinu. Þetta mun hins vegar vefjast meira fyrir Samfylkingunni. Þar í flokki er talsvert af andstæðingum stóriðju, ekki síst í hópi fylgismanna Ingibjargar Sólrúnar. Á Samfylkingin að dragast áfram með á stóriðjubrautinni, eða setja sig á móti þessu og sitja kannski uppi með efnahagsþrengingar eftir að hafa sigrað í kosningum. Samfylkingin mun varla eiga nein skýr svör um þetta mál. Flokkurinn mun heldur ekki getað svarað tvímælalaust hver sé stefnan í öryggis- og varnarmálum. Kannski ekki heldur hver nákvæmlega sé stefnan varðandi einkavæðingu og einkarekstur. Ekki það að ríkisstjórnarflokkarnir hafi svo skýr svör heldur – að sumu leyti virðist stefnan verða til frá degi til dags. Forsætisráðherrann er pólitískt mjög veiklaður; utanríkisráðherrann er nánast horfinn. Hins vegar eru gerðar þær kröfur til flokks sem gerir tilkall til valda í fyrsta sinn að hann hafi stór svör, skýra framtíðarsýn. Samfylkingin getur ekki leyft sér að mæta illa undirbúin til kosninga í þriðja sinn. --- --- --- Næstu tvö árin þurfa að vera meira en endalaust málskraf hjá Samfylkingunni. Nýji formaðurinn þarf að setja eitthvað bitastætt á blað og vera tilbúinn til að standa við það. Það er í tísku að tala illa um Tony Blair. Samfylkingin mun áreiðanlega ekki stilla honum upp sem fyrirmynd, en hann hefur að mörgu leyti verið að fást við markverða hluti – að stilla saman dýnamískan markaðsbúskap og velferðarkerfi sem er réttlátt en ekki of íþyngjandi. Þetta tilraun sem Blair er heldur ekkert að hverfa frá – jafnvel þótt Steingrímur J. hafi skrifað að Blair sjálfur sé búinn að hafna blairismanum. Þvert á móti – það eru engin sérstök merki um það. Og Gordon Brown mun ábyggilega halda fast við sömu stefnu. Prófsteinninn verður stefnan sem Samfylkingin setur fram í heilbrigðismálum og menntamálum. --- --- --- Á meðan virðist róttækasta liðið hafa tögl og hagldir í Vinstri grænum. Það setur sig á móti allri stóriðju hvaða nafni sem hún nefnist og líka á móti einkarekstri í heilbrigðis- og menntakerfinu. Maður sér tæplega að Samfylking sem vill gera einhverjar breytingar á íslensku samfélagi eigi samleið með því fólki. Vinstri grænir eru í haldnir talsverðum ranghugmyndum um sjálfa sig – í rauninni eru þeir íhaldssamasti stjórnmálaflokkur á Íslandi. ---- --- --- Síðan er auðvitað spurningin hvort þá sé einhver munur á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mjög hægfara í einkavæðingu velferðarþjónustunnar og menntakerfisins – í þeim málaflokkum er hann í raun nokkuð dæmigerður evrópskur velferðarflokkur. Hvar er þá pláss fyrir Samfylkinguna? Ingibjörg Sólrún talaði um klíkur í sigurræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar. Það var væntanlega úthugsað. Jón Baldvin líkti Sjálfstæðisflokkunum eitt sinn við valdaflokkinn í Mexíkó. Síðan hafa tök hans á viðskiptalífinu minnkað nokkuð. En það er ennþá nóg af klíkum á gráa svæðinu milli stjórnmálanna og viðskiptalífsins – og talsvert af kommissörum sem eru á hreyfingu þar á milli. En það kemst varla neinn í ríkisstjórn með því að benda á þessa staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
OECD spáir ofhitnun í íslenska hagkerfinu, síðan samdráttarskeiði. Það boðar ekki gott fyrir skuldsettustu þjóð í heimi. Geir Haarde segist ekki taka mark á OECD, þetta sé sáraeinfalt – við byggjum bara fleiri álver. Þannig verður þenslunni haldið áfram; hagkerfið fær nýja innspýtingu. Það ætti ekki að vefjast fyrir núverandi stjórnarflokkum að halda stóriðjustefnunni til þrautar, hvort heldur er í Eyjafirði, Húsavík eða Helguvík. Þetta er kannski ekki sérlega hugmyndaríkt, Íslendingar verða mestu álbræðarar í heimi; en heimsbyggðin þarf ál og með þessu er framlengt í góðærinu. Þetta mun hins vegar vefjast meira fyrir Samfylkingunni. Þar í flokki er talsvert af andstæðingum stóriðju, ekki síst í hópi fylgismanna Ingibjargar Sólrúnar. Á Samfylkingin að dragast áfram með á stóriðjubrautinni, eða setja sig á móti þessu og sitja kannski uppi með efnahagsþrengingar eftir að hafa sigrað í kosningum. Samfylkingin mun varla eiga nein skýr svör um þetta mál. Flokkurinn mun heldur ekki getað svarað tvímælalaust hver sé stefnan í öryggis- og varnarmálum. Kannski ekki heldur hver nákvæmlega sé stefnan varðandi einkavæðingu og einkarekstur. Ekki það að ríkisstjórnarflokkarnir hafi svo skýr svör heldur – að sumu leyti virðist stefnan verða til frá degi til dags. Forsætisráðherrann er pólitískt mjög veiklaður; utanríkisráðherrann er nánast horfinn. Hins vegar eru gerðar þær kröfur til flokks sem gerir tilkall til valda í fyrsta sinn að hann hafi stór svör, skýra framtíðarsýn. Samfylkingin getur ekki leyft sér að mæta illa undirbúin til kosninga í þriðja sinn. --- --- --- Næstu tvö árin þurfa að vera meira en endalaust málskraf hjá Samfylkingunni. Nýji formaðurinn þarf að setja eitthvað bitastætt á blað og vera tilbúinn til að standa við það. Það er í tísku að tala illa um Tony Blair. Samfylkingin mun áreiðanlega ekki stilla honum upp sem fyrirmynd, en hann hefur að mörgu leyti verið að fást við markverða hluti – að stilla saman dýnamískan markaðsbúskap og velferðarkerfi sem er réttlátt en ekki of íþyngjandi. Þetta tilraun sem Blair er heldur ekkert að hverfa frá – jafnvel þótt Steingrímur J. hafi skrifað að Blair sjálfur sé búinn að hafna blairismanum. Þvert á móti – það eru engin sérstök merki um það. Og Gordon Brown mun ábyggilega halda fast við sömu stefnu. Prófsteinninn verður stefnan sem Samfylkingin setur fram í heilbrigðismálum og menntamálum. --- --- --- Á meðan virðist róttækasta liðið hafa tögl og hagldir í Vinstri grænum. Það setur sig á móti allri stóriðju hvaða nafni sem hún nefnist og líka á móti einkarekstri í heilbrigðis- og menntakerfinu. Maður sér tæplega að Samfylking sem vill gera einhverjar breytingar á íslensku samfélagi eigi samleið með því fólki. Vinstri grænir eru í haldnir talsverðum ranghugmyndum um sjálfa sig – í rauninni eru þeir íhaldssamasti stjórnmálaflokkur á Íslandi. ---- --- --- Síðan er auðvitað spurningin hvort þá sé einhver munur á Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið mjög hægfara í einkavæðingu velferðarþjónustunnar og menntakerfisins – í þeim málaflokkum er hann í raun nokkuð dæmigerður evrópskur velferðarflokkur. Hvar er þá pláss fyrir Samfylkinguna? Ingibjörg Sólrún talaði um klíkur í sigurræðu sinni á landsfundi Samfylkingarinnar. Það var væntanlega úthugsað. Jón Baldvin líkti Sjálfstæðisflokkunum eitt sinn við valdaflokkinn í Mexíkó. Síðan hafa tök hans á viðskiptalífinu minnkað nokkuð. En það er ennþá nóg af klíkum á gráa svæðinu milli stjórnmálanna og viðskiptalífsins – og talsvert af kommissörum sem eru á hreyfingu þar á milli. En það kemst varla neinn í ríkisstjórn með því að benda á þessa staðreynd.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun