Spennusaga frá Tsjernóbyl Egill Helgason skrifar 20. maí 2005 00:01 Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert. Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Kim féll Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Martin Cruz Smith: Wolves Eat Dogs Þetta er fimmta bókin um Arkadi Renko, rússneska lögreglumanninn sem er söguhetja höfundarins Martin Cruz Smith – kom út í fyrra. Renko hefur lent í því að grafa upp frosin lík í Gorkígarðinum, verið sendur á verksmiðjutogara í Íshafinu, elst við málverk eftir Malevich, sinnt störfum á Kúbu Kastrós en er nú kominn til Tsjernóbyl til að rannsaka morð á tveimur rússneskum auðkýfingum. Renko er aðlaðandi gallagripur, enginn sandalaskandinavi með bumbu. Hann á í sífelldum útistöðum við umhverfi sitt, en er velviljaður og heiðarlegur undir ögn döpru yfirborðinu. Willliam Hurt lék hann í kvikmynd sem var gerð eftir sögunni Gorky Park – það var ekki illa valið. Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina eða svo. Cruz Smith er býsna glúrinn að fanga tíðarandann. Fyrsta bókin gerist á tíma Brésnefs, í bókinni Red Square tekur við upplausnartími mafíu og smákrimma þegar ófullburða markaður er að verða til og allt er til sölu. Nýjasta bókin lýsir svo tíma óligarkanna, ungra og eldklárra bisnessmanna sem svífast einskis. Þarna er líka að finna stórgóðar lýsingar á dauða svæðinu í kringum Tsjernobyl. Samkvæmt Cruz Smith er þar miklu meira líf en maður skyldi ætla; fólk sem stelst til að búa þar þrátt fyrir geislavirknina og villt náttúra sem leggst yfir svæðið. Áhugavert.
Brotasilfur Silfur Egils Mest lesið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Kim féll Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira