Eurovision 2005 - Dagur 8 - Stóra stundin nálgast Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland Eurovision Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Það styttist í ósköpin en forkeppnin er á morgun og það er ekki laust við að ég beri ákveðinn kvíða í brjósti fyrir hönd Selmu. Það var rennsli á prógraminu í dag og var talsverð eftirvænting í hópnum að virða fyrir sér búning Selmu á sviðinu. Það er ekki laust við að hann hafi komið á óvart og mér persónulega fannst hann ekki í anda Selmu, en það skal þó tekið fram að ég er langt frá því að vera einhver tískulögga og þaðan af síður talin hafa vit á þeim. Það er mikið af spekingum hér á svæðinu og þeir fullyrða að þessi búningur, ef hann er notaður muni gera útslagið og Selma komist ekki áfram, en mér finnst það þó full dramatískt. Söngurinn og atriðið hlýtur að skipta þar mestu máli. Þetta er þó allt í skoðun og ég veit að hún er með fleiri búninga og tekur þetta allt til skoðunar. Það er ég viss um og við verðum að treysta Selmu til að taka rétta ákvörðun. Þá hef ég fregnir af því að Selma hafi verið ánægð með sönginn og dansatriðið, en það er þó örlítið áhyggjuefni að ljósin eru ekki enn farin að virka sem skyldi í atriði hennar. Ég frá því ég kom til þessa ágæta lands haft allan vara á mér gagnvart innfæddum og ávalt passað upp á myndavélar, tölvuna og annað dót sem ég er með. Grunur minn um maðk í mysunni hefur verið staðfestur eins og ég hef áður sagt frá hafa ýmsir hlutir frá íslenska hópnum og í gær var fartölvu eins úr íslensku sendinefndinni stolið af borði í blaðamannamiðstöðinni þar sem enn var fullt af fólki og öryggisgæsla á að vera til fyrirmyndar. Þetta er náttúrulega algerlega óþolandi og það er vont að geta ekki treyst nokkrum kjafti fyrir einu eða neinu. Það er ekki gott að vantreysta fólki endalaust. Svona einfaldir hlutir geta kallað fram heimþrá þó svo sé ekki í mínu tilfelli, en ég væri þó alveg til í að vera heima þar sem hún Guðrún, sambýliskona á afmæli á morgun fimmtudaginn 19. júní. Það þýðir ekkert að vera að vola þetta, bara bíta á jaxlinn og halda áfram að treysta engum. Áfram Ísland
Eurovision Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira