Saga Þrúðvangs 18. maí 2005 00:01 Páll og Sigríður keyptu húsið árið 1990 og gerðu upp efri hæðirnar, en kjallarinn sat eftir þangað til nýlega að dóttir þeirra kom heim frá námi í arkitektúr. Hún hefur nú innréttað kjallarann frá grunni fyrir sig og fjölskyldu sína. Páli þykir afar vænt um húsið og þekkir sögu þess vel. "Húsið er byggt árið 1918, en það var Margrét Zoëga sem byggði það. Hún átti og rak Hótel Reykjavík við Austurvöll sem brann í brunanum mikla árið 1915, en þetta hús byggði hún þremur árum seinna." Páll segist ekki vita ástæðu þess að ekkjan réðst í byggingu þessa stóra húss, orðin frekar fullorðin og börnin löngu farin að heiman. "Margrét var tengdamóðir Einars Benediktssonar," segir Páll. "Eftir brunann 1915 bjó hún í Höfða hjá Einari og Valgerði dóttur sinni, og þegar hún byggði þetta hús hefur hún greinilega verið undir einhverjum áhrifum frá Höfða. Þegar Einar og Valgerður komu heim frá Kaupmannahöfn árið 1921 leigðu þau hér og bjuggu hjá Margréti til ársins 1927, að þau fluttu út aftur. Margrét seldi svo húsið Kjartani Gunnlaugssyni stórkaupmanni árið 1928. Hann var forstjóri fyrirtækis sem hét Helgi Magnússon og Co. sem var eitt stærsta fyrirtækið í byggingarvörum og slíku. Sú fjölskylda átti húsið til ársins 1951, en þá keypti Tónlistarfélagið í Reykjavík húsið og hér var Tónlistarskólinn í Reykjavík í tíu ár. Hér var kennt á öll hugsanleg hljóðfæri og tónlist og söngur ómaði um húsið, enda sérlega góður andi hér," segir Páll brosandi. Stórslysi afstýrt "Þrúðvangur var seldur Framkvæmdabankanum árið 1961. Þá var bankastjóri þar dr. Benjamín Eiríksson og hann keypti líka húsið númer 9 við Laufásveginn og tvö hús við Miðstrætið, allt til niðurrifs því hann hugðist byggja stórhýsi fyrir Framkvæmdabankann á lóðunum. Sem betur fer varð ekkert úr því slysi, en í staðinn leigði Framkvæmdabankinn Menntaskólanum í Reykjavík húsið fyrir kennslustofur. Menntaskólinn var svo hér til ársins 1999 þegar við keyptum." Þrúðvangur er um það bil 450 fermetrar með viðbyggingunni sem Kjartan Gunnlaugsson lét byggja, líklega þegar þau hjón voru orðin eldri og komust illa milli hæða. Nú er teiknistofa Páls og Ólafar í þeim hluta hússins. Páll er formaður Torfusamtakanna og mikill húsverndarmaður. Hann tók húsið í gegn frá grunni, skipti um lagnir og gólfefni, og klæddi það að innan. "Við verðum að passa að afmá ekki söguna, það verða stórslys öðru hvoru en við höfum sem betur fer skánað hvað þetta varðar," segir Páll. Heiðni og kristni togast á "Í Þrúðvangi hafa í gegnum tíðina glatast ómetanleg verðmæti eins og tréskurðamyndir eftir Ríkarð Jónsson, en nokkrar þeirra prýða húsið enn. Ríkarður skar út í stofuhurðir og gerði rismyndir fyrir ofan hurðirnar. Hér voru til dæmis útskornar rennihurðir milli stofanna en þær eru glataðar. Hins vegar eru sem betur fer nokkrar rismyndanna hér enn. Það er eitthvað trúarlegt hér í gangi sem ég átta mig ekki alveg á," segir Páll hlæjandi. "Ein myndanna er með tilvitnun úr Biblíunni, "Ef að drottinn ekki byggir húsið erfiða smiðirnir til einskis", en svo er hinum megin mynd úr norrænu goðafræðinni, af þremur valkyrjum sem ganga um beina í Valhöll. Þær eru nafngreindar og heita Hildur, Þrúður og Hlökk. Það togast hér eitthvað á úr heiðni og kristni en ég hef aldrei komið því alveg saman hvað það á að þýða. En andinn hér er góður og húsið stórkostlegt." Hús og heimili Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Páll og Sigríður keyptu húsið árið 1990 og gerðu upp efri hæðirnar, en kjallarinn sat eftir þangað til nýlega að dóttir þeirra kom heim frá námi í arkitektúr. Hún hefur nú innréttað kjallarann frá grunni fyrir sig og fjölskyldu sína. Páli þykir afar vænt um húsið og þekkir sögu þess vel. "Húsið er byggt árið 1918, en það var Margrét Zoëga sem byggði það. Hún átti og rak Hótel Reykjavík við Austurvöll sem brann í brunanum mikla árið 1915, en þetta hús byggði hún þremur árum seinna." Páll segist ekki vita ástæðu þess að ekkjan réðst í byggingu þessa stóra húss, orðin frekar fullorðin og börnin löngu farin að heiman. "Margrét var tengdamóðir Einars Benediktssonar," segir Páll. "Eftir brunann 1915 bjó hún í Höfða hjá Einari og Valgerði dóttur sinni, og þegar hún byggði þetta hús hefur hún greinilega verið undir einhverjum áhrifum frá Höfða. Þegar Einar og Valgerður komu heim frá Kaupmannahöfn árið 1921 leigðu þau hér og bjuggu hjá Margréti til ársins 1927, að þau fluttu út aftur. Margrét seldi svo húsið Kjartani Gunnlaugssyni stórkaupmanni árið 1928. Hann var forstjóri fyrirtækis sem hét Helgi Magnússon og Co. sem var eitt stærsta fyrirtækið í byggingarvörum og slíku. Sú fjölskylda átti húsið til ársins 1951, en þá keypti Tónlistarfélagið í Reykjavík húsið og hér var Tónlistarskólinn í Reykjavík í tíu ár. Hér var kennt á öll hugsanleg hljóðfæri og tónlist og söngur ómaði um húsið, enda sérlega góður andi hér," segir Páll brosandi. Stórslysi afstýrt "Þrúðvangur var seldur Framkvæmdabankanum árið 1961. Þá var bankastjóri þar dr. Benjamín Eiríksson og hann keypti líka húsið númer 9 við Laufásveginn og tvö hús við Miðstrætið, allt til niðurrifs því hann hugðist byggja stórhýsi fyrir Framkvæmdabankann á lóðunum. Sem betur fer varð ekkert úr því slysi, en í staðinn leigði Framkvæmdabankinn Menntaskólanum í Reykjavík húsið fyrir kennslustofur. Menntaskólinn var svo hér til ársins 1999 þegar við keyptum." Þrúðvangur er um það bil 450 fermetrar með viðbyggingunni sem Kjartan Gunnlaugsson lét byggja, líklega þegar þau hjón voru orðin eldri og komust illa milli hæða. Nú er teiknistofa Páls og Ólafar í þeim hluta hússins. Páll er formaður Torfusamtakanna og mikill húsverndarmaður. Hann tók húsið í gegn frá grunni, skipti um lagnir og gólfefni, og klæddi það að innan. "Við verðum að passa að afmá ekki söguna, það verða stórslys öðru hvoru en við höfum sem betur fer skánað hvað þetta varðar," segir Páll. Heiðni og kristni togast á "Í Þrúðvangi hafa í gegnum tíðina glatast ómetanleg verðmæti eins og tréskurðamyndir eftir Ríkarð Jónsson, en nokkrar þeirra prýða húsið enn. Ríkarður skar út í stofuhurðir og gerði rismyndir fyrir ofan hurðirnar. Hér voru til dæmis útskornar rennihurðir milli stofanna en þær eru glataðar. Hins vegar eru sem betur fer nokkrar rismyndanna hér enn. Það er eitthvað trúarlegt hér í gangi sem ég átta mig ekki alveg á," segir Páll hlæjandi. "Ein myndanna er með tilvitnun úr Biblíunni, "Ef að drottinn ekki byggir húsið erfiða smiðirnir til einskis", en svo er hinum megin mynd úr norrænu goðafræðinni, af þremur valkyrjum sem ganga um beina í Valhöll. Þær eru nafngreindar og heita Hildur, Þrúður og Hlökk. Það togast hér eitthvað á úr heiðni og kristni en ég hef aldrei komið því alveg saman hvað það á að þýða. En andinn hér er góður og húsið stórkostlegt."
Hús og heimili Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira