Eurovision 2005 - Dagur 7 - Víkingapartý Pjetur Sigurðsson skrifar 18. maí 2005 00:01 Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju Eurovision Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Norðurlandaþjóðirnar og sú írska héldu svokallað víkingapartý fyrir valda blaðamenn og verð ég að segja að það tókst nokkuð vel. Þar var boðið uppá hefðbundnar veitingar auk þess sem flytjendur allra þessara landa tóku lagið í það minnsta tvívegis. Selma og Regína, auk bakkradda, tóku að sjálfsögðu "All out of luck" við dynjandi lófaklapp og að því loknu sungu þær íslenska Eurovisionlagið "If I had your love" með spænsku ívafi. Þær gerðu þetta einstaklega vel eins og reyndar það sem þær hafa komið nálægt hér. Það var gaman að heyra að norski forsöngvarinn er afskaplega ánægður með hana Selmu okkar og lagið hennar og hann sagði mér að hann óskaði þess svo sannarlega að hún fylgdi honum í úrslitakeppnina, en það væri þó erfitt að segja. Í lokin tóku allir flytjendur norðurlandanna La det swinge sem norska sveitin Bobbysocks gerðu frægt hér um árið, en þetta var gert í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem ku vera þann 17. maí. Spennan er að magnast hér í borg og maður finnur aðeins fyrir því hjá íslenska hópnum. Mannskapurinn er eðli samkvæmt að velta fyrir sér möguleikunum á að komast áfram og ég held að menn undirbúi sig vel og geri ávalt ráð fyrir þeim möguleika á að við komumst ekki áfram. Hópurinn er þó fullur sjálfstraust. En við sjáum til, það getur allt gerst. Ég ætla ekki að tala mikið um Angelicu, en minna á að folk má alls ekki kjósa hana. Munið það, en þó ætla ég að minnast á eitt. Ég hafði reyndar tekið eftir því að í innlendum sjónvarpstöðvum hef ég aðeins rekist á eitt Eurovisionlag spilað og hvaða lag skyldi það vera. Jú, lagið hennar Angelicu. Ætli að það geti verið að einhverjir peningar hafi skipt um eigendur og að starfsmenn einhverra sjónvarpsstöðva hér í borg brosi hringinn um þessar mundir. Þetta er óþolandi. Af lífinu í bænum er það að frétta að ég verð varkárari með hverjum deginum og maður er alltaf að heyra um atvik af þjófnuðum, jafnvel í dagsbirtu. Farsímar eru vinsælir auk annarra hluta. Ég verð að játa að það er gaman að taka þátt í þessu, þegar maður hefur sett á sig Eurovisiongrímuna og einsett sér að taka þessu eins og þetta er, en ég held að það verði rosalega gaman að komast héðan. Ég var að rölta í bænum í morgun. Ég hef sagt ykkur frá því að það eru mörg störfin unninn hér í borg, svo sem lifandi símaklefar og ýmislegt fleira, en í morgun rakst ég á nýja atvinnugrein, sem er yfirleitt stunduð af eldri konum. Þær standa á gangstéttum, sem reyndar eru oftast notaðar sem bílastæði og eru með svona týpískar baðvigtar. Þarna bjóða þær gangandi vegfarendum að vigta sig, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Þetta er afskaplega hentugt ef maður er á gangi og vill fá að vita hvað maður er þungur. Já best að láta vigta sig. Með kveðju
Eurovision Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira