Eurovision 2005 - Dagur 2 framhald Pjetur Sigurðsson skrifar 13. október 2005 19:12 Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Fyrsta æfing Selmu var í dag og að sjálfsögðu var strunsað á hana. Á meðan ég beið hlýddi ég á tvö lög, lagið frá Hvíta Rússlandi, sem við þurfum væntanlega ekki að hafa miklar áhyggjur af og síðan hollenska lagið, þar sem kveður við annan tón. Þar er á ferðinni söngkona sem minnir dálítið á fyrrum tengdadóttur Íslands, Mel B og er mikill American Idol bragur á lagi og flutningi. Á örugglega eftir að ná langt. Síðan var komið að Selmu. Ljósin voru ekki klár og þá virtist Selma hikandi í fyrstu, en síðan rúlluði hún þessu upp ásamt glæsilegu dansliði sínu. Hún fór þrívegis í gegnum lagið. Síðan tók við einn sérkennilegasti blaðamannafundur sem ég hef orðið vitni af. Áður en fundur Selmu hófst dreifði einn starfsmaður bolum, sem ég kom nú aldrei auga á, en það var ekki að sökum að spyrja þegar bolirnir voru dregnir upp þá hentu á bilinu 50-60 blaðamenn sér á þá eins og þar væri á ferðinni síðasti matarbitinn. Það var þó ekki aðeins það sem var sérkennilegt, því eftir hvern blaðamannafund gefst þeim kostur á að stilla sér upp með hverjum keppanda fyrir sig og láta taka myndir af sér með þeim. Það vakti einnig athygli að bæði þeir blaðamenn sem spurðu og þeir sem gerðu það ekki, hvorki skrifuðu niður hjá sér né tóku upp. Ég sá aðeins tvo, mig sjálfan og Guðrúnu Gunnarsdóttur fréttamann Ríkisútvarpsins. Maður spyr sig; hvað eru þessir menn að gera þarna. Safna myndum, áritunum og að geta sagt að viðkomandi hafi farið á tíu Euróvision keppnir í röð? Ég bara spyr. Kannski er þetta allt í lagi og er það eflaust, en maður verður svolítið hissa.Eins og einn vinur minn segir. Hætta þessu væli og taka höggið.Nú tekur við eitthvað Euróvision party, enn eitt höggið. Niðurstaða dagsins; Selma stóð sig frábærlega á sviðinu á æfingunni, sem og á blaðamannafundinum. Góður dagur hjá Selmu. Á morgun dagur 3. Sæl að sinni Kveðja frá Kænugarði Pjetur Ps. Sit og hlusta á norska lagið og nú er ég alveg hættur að botna í þessu öllu saman©Pjetur
Eurovision Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira