Kennir fólki að bjarga mannslífum 3. maí 2005 00:01 Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin. Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Rauði Kross Íslands hefur lengi séð um að skipuleggja skyndihjálparnámskeið bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa en þau geta verið sniðin að þörfum hvers og eins. "Við erum að vonast til þess að það sé einhver vakning núna þar sem aukin eftirspurn hefur verið eftir skyndahjálparnámskeiðum í fyrirtækjum og stofnunum," segir Björgvin Herjólfsson, skyndihjálparþjálfari hjá fyrirtækinu Icesec sem sér um hópnámskeið í umboði Rauða krossins. "Á fjórum klukkustundum förum við yfir grunninn sem felur í sér endurlífgun þar sem notast er við brúðu," segir Björgvin. Til að læra öll atriði skyndihjálpar þarf hins vegar að taka fullt námskeið, 16 stunda langt, og er þar farið yfir hluti eins og aðkomu að slysi, fyrstu endurlífgun, beinbrot og stöðvun blæðinga svo eitthvað sé nefnt. "Ég tel alveg nauðsynlegt að fólk læri skyndihjálp svo það viti hvernig það eigi að bregðast við og það er betra að taka fjögurra stunda námskeið en að taka ekki neitt." Spurður hvort hann viti til þess að einhver af nemendum hans hafi þurft að nýta sér skyndihjálpina eftir námskeið, minnist hann konu sem kom að slæmu slysi. "Ég fékk þakkir frá konu sem hafði komið að bílslysi út á landi. Hún hafði víst verið eins og hershöfðingi þar til sjúkrabíllinn kom á vettvang," segir Björgvin. Skyndihjálp er ekki skyldunám hjá neinni stétt utan heilbrigðisgeirans ef frá eru taldir bílstjórar með meirapróf. "Sum fyrirtæki eru hins vegar mjög vakandi fyrir nauðsyn þess að senda starfsfólk sitt á þessi námskeið og í mörgum tilfellum taka starfsmannafélögin sig til og standa fyrir námskeiðum," segir Björgvin. "Það er alltaf ánægjulegt að sjá dæmi þess að þetta er tvímælalaust að bjarga mannslífum, og maður brosir út í annað því það er gaman að sjá vinnu sína skila árangri," segir Björgvin.
Heilsa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira