Glöð á sálinni eftir fiskát 3. maí 2005 00:01 Alexía gerir samt margt sér til heilsubótar þótt hún forðist líkamsræktarstöðvarnar. "Ég nota náttúrulega leikhúsið til að gleðja andann og þar er mikil hreyfing. Ég er að setja upp leikritið Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu og ætla að sýna það tvisvar allar helgar sem jafnast alveg á við nokkra tíma í líkamsræktarstöð. Mér finnst líka rosalega gaman að fá mér göngutúr meðfram sjávarsíðunni og finna lyktina af sjónum," segir Alexía sem fær þó mest út úr heimsóknum til bróður síns. "Ég er mikil hestakona og ég fer oft í heimsókn til bróður míns sem er bóndi fyrir vestan. Þar get ég farið á hestbak sem er æðislegt og geri það frekar en að hlaupa á rafrænum brettum í höfuðborginni. Það eflir andann og ég kem alltaf fersk til baka úr heimsóknunum." "Ég er líka alltaf á leiðinni í skvass. Það hljómar svakalega spennandi og ég held ég yrði ekki hrædd við það eins og líkamsræktarstöðvarnar. Það er sem sagt næst á dagskrá," segir Alexía sem hugsar hæfilega mikið um það sem hún lætur ofan í sig. "Í vinnunni minni er allt frekar óreglulegt og ég borða aldrei mat á sama tíma tvo daga í röð. Ég lendi oft í því að þurfa að grípa eitthvað úti í búð en það er reyndar orðið mikið framboð af hollum mat í búðum eins og skyrdrykkirnir. Ég lifi á þeim. En auðvitað dett ég í sukkið stundum og borða eins og hestur. Ég neita mér ekki um mat og ef mig langar í eitthvað þá fæ ég mér það. En mér líður betur þegar ég borða hollt," segir Alexía. "Ég borða mikinn fisk og er svo heppin að eiga vin sem gefur mér alltaf fisk þegar hann er í landi. Ég verð svo glöð á sálinni þegar ég borða fisk og mér líður vel andlega." "Vinir mínir gera oft grín að mér vegna þess að ég er með algjöra líkamsræktarfóbíu. Ég er hrædd við stórar líkamsræktarstöðvar eins og Laugar og hvað þetta allt heitir. Ég get ekki fyrir mitt litla líf farið þangað inn. Ég hef alltaf verið svona og ég veit ekki af hverju," segir Alexía. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alexía gerir samt margt sér til heilsubótar þótt hún forðist líkamsræktarstöðvarnar. "Ég nota náttúrulega leikhúsið til að gleðja andann og þar er mikil hreyfing. Ég er að setja upp leikritið Riðið inn í sólarlagið í Borgarleikhúsinu og ætla að sýna það tvisvar allar helgar sem jafnast alveg á við nokkra tíma í líkamsræktarstöð. Mér finnst líka rosalega gaman að fá mér göngutúr meðfram sjávarsíðunni og finna lyktina af sjónum," segir Alexía sem fær þó mest út úr heimsóknum til bróður síns. "Ég er mikil hestakona og ég fer oft í heimsókn til bróður míns sem er bóndi fyrir vestan. Þar get ég farið á hestbak sem er æðislegt og geri það frekar en að hlaupa á rafrænum brettum í höfuðborginni. Það eflir andann og ég kem alltaf fersk til baka úr heimsóknunum." "Ég er líka alltaf á leiðinni í skvass. Það hljómar svakalega spennandi og ég held ég yrði ekki hrædd við það eins og líkamsræktarstöðvarnar. Það er sem sagt næst á dagskrá," segir Alexía sem hugsar hæfilega mikið um það sem hún lætur ofan í sig. "Í vinnunni minni er allt frekar óreglulegt og ég borða aldrei mat á sama tíma tvo daga í röð. Ég lendi oft í því að þurfa að grípa eitthvað úti í búð en það er reyndar orðið mikið framboð af hollum mat í búðum eins og skyrdrykkirnir. Ég lifi á þeim. En auðvitað dett ég í sukkið stundum og borða eins og hestur. Ég neita mér ekki um mat og ef mig langar í eitthvað þá fæ ég mér það. En mér líður betur þegar ég borða hollt," segir Alexía. "Ég borða mikinn fisk og er svo heppin að eiga vin sem gefur mér alltaf fisk þegar hann er í landi. Ég verð svo glöð á sálinni þegar ég borða fisk og mér líður vel andlega." "Vinir mínir gera oft grín að mér vegna þess að ég er með algjöra líkamsræktarfóbíu. Ég er hrædd við stórar líkamsræktarstöðvar eins og Laugar og hvað þetta allt heitir. Ég get ekki fyrir mitt litla líf farið þangað inn. Ég hef alltaf verið svona og ég veit ekki af hverju," segir Alexía.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira