Heimsvaldakók og kaffi 2. maí 2005 00:01 "Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar. Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
"Það liggur nú ekki beint við þegar maður horfir á þetta virðulega og fallega hús í dag, en þegar ég steig þar fyrst inn fyrir dyr þótti þetta dálítið ískyggilegt hús. Það helgaðist af því að þarna voru til húsa samtök sósíalista, þar á meðal Æskulýðsfylkingin, sem var á þeim tíma alræmd og illræmd í hópi þeirra sem ekki vildu mikinn gusugang í samfélaginu," segir Tómas R. Einarsson, sem var nýkominn beina leið úr sveitinni árið 1969, þá sextán ára gamall. "Það var pólitískt tog á milli hæða í húsinu. Andstætt því sem gerist í reyfarabókmenntum var kjallarinn tiltölulega saklaus, en rishæð Æskulýðsfylkingarinnar var hættulegust og þar voru ræddar sendiráðstökur og eggjakast." Tómasi er breiddin í mannlífsflórunni líka minnisstæð. "Allt frá rithöfundinum Gunnari M. Magnúss, prúðmannlega klæddum með vel snyrt skeggið, til myndlistarkonunnar Rósku, sem var á hnjánum á efstu hæðinni að teikna plaköt gegn Víetnamstríðinu. Og svo fékk maður margt til að hugsa um, eins og á kappræðufundi milli sósíalista og Heimdallar, þegar einn aðalhugmyndafræðingur róttæklinganna sat lengst af við hliðina á manni sem ég vissi að skrifaði oft greinar í Morgunblaðið, og þáði frá honum ófáa sopa úr koníaksfleyg. Þarna var þó aðallega drukkið heimsveldiskók og kaffi." Þegar Tómas töltir háborgaralega um fína Tjarnargötuna í dag finnst honum að þessar minningar hljóti að vera tálsýn og að ekkert af því fólki sem hann kynntist og sá í þessu húsi passi við húsið og umhverfið. "Nema þá helst gestkomandi Heimdellingur með pela." Tómas er þessa dagana að undirbúa safndisk með nokkrum sönglögum sínum og kveðst vera nýbúinn að ljúka við upptöku á tveimur lögum sem eigi að fylgja eldri upptökum. Meðal þeirra eru lögin sem hann gerði við Íslandskvæði enska skáldsins W.H. Auden og titillinn á disknum er sóttur í kvæðið "Let jazz be bestowed on the huts". Auk þessa segist hann vera að undirbúa nokkra tónleika í sumar.
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira