Jón þjófur 29. apríl 2005 00:01 Hún er fræg sagan um Jón þjóf, sem fékk viðurnefni sitt af því að það var stolið frá honum. Öryrkjar landsins virðast vera að lenda í svipuðu heilkenni og Jón þjófur. Ný skýrsla Tryggva Herbertssonar hjá Hagfræðistofnun Háskólans um íslenska öryrkja sýnir ótrúlega fjölgun þeirra á síðustu árum og þá sérstaklega í hópi ungra öryrkja. Svo virðist af fréttamati fjölmiðla og viðbrögðum sérfræðinga og stjórnmálamanna sem þessi fjölgun komi bæði mjög á óvart og þyki óeðlileg. Í því felst yfirlýsing um að eitthvað sé bogið við hana. Fólk sé á bótum, sem ekki eigi að vera það. Allt er þetta ugglaust rétt, svo langt sem það nær. Hins vegar er mjög mikilvægt að gæta vel að þeim ályktunum sem eru dregnar af þessu. Strax heyrist í umræðunni sú krafa – og sumir virðast telja hana óumflýjanlega – að þessi óeðlilega fjölgun muni leiða til þess að örorkubætur þurfi að lækka. Með því móti væri í raun verið að stela hluta af bótunum frá öryrkjum, en um leið væru þeir sjálfir kallaðir þjófar. Öryrkjar væru komnir í fótspor Jóns þjófs – þjófkenndir fyrir að láta stela frá sér! Þótt hótunin um þjófkenningu vofi stöðugt yfir eru sem betur fer fleiri hugmyndir uppi varðandi viðbrögð við þessum nýju tíðindum, sem þó hafa legið í aðalatriðum fyrir um talsvert langt skeið. Þannig er haft eftir yfirtryggingalækni hér í blaðinu í gær að herða eigi eftirlit með því að örorkubótakerfið sé misnotað, sem vissulega er sjálfsagt að gera. Hins vegar er ótrúlegt að sú mikla fjölgun og sú breyting á örorkumynstri sem fram kemur í skýrslu Tryggva Þórs stafi nema að örlitlu leyti af einhverju svindli eða raunverulegum „þjófum“. Hins vegar er því ekki að neita að hún er lífseig almenningstrúin á að stórir hópar öryrkja séu á einhvers konar gerviörorku og þess vegna mun það gagnast öryrkjum sjálfum og samúð með málstað þeirra vel ef Tryggingastofnun tekst að slá á þá trú að svindl sé mikið stundað. En það hafa jafnframt komið ábendingar sem snúa einmitt að kjarna málsins. Þannig bendir yfirtryggingalæknir á það aftast í fyrrnefndri frétt gærdagsins að hluti skýringarinnar á fjölgun öryrkja séu vaxandi kröfur um arðsemi ávinnumarkaði og að þeir sem hefðu skerta færni á einhvern hátt, jafnvel tímabundið, gæfust frekar upp eða væru látnir fara. Rannsóknir á Íslandi bentu til tölfræðilegs sambands milli atvinnuleysis og nýgengis örorku. Á þetta hefur Jón Kristjánsson líka bent og dregið athygli manna jafnframt að því að atvinnuleysisbætur séu lægri en örorkubætur þannig að hugsanlega sæki fólk því frekar í örorkubæturnar. Þó Jón hafi farið varlega í yfirlýsingar um aðgerðir, sem kannski er skiljanlegt á þessu stigi, er ljóst að hann virðist gera sér grein fyrir að vandamálið tengist fleiri kerfum og fleiri sviðum þjóðfélagsins en bara örorkubóta- eða örorkumatskerfinu. Það eitt að taka þannig til orða – eins og hvert stórmennið á fætur öðru gerir – að fólk sé að „festast á örorkubótum“ eftir tímabundin vandræði bendir til að það sé eitthvað að því umhverfi sem ekki getur tekið við þessu fólki. Á Íslandi hafa menn verið í mikilli afneitun undanfarin ár varðandi umfang og eðli félagslegra vandamála. Einn fylgifiskur þeirrar afneitunar er að úrræði eða aðgerðir til að mæta félagslegum vandamálum hafa verið takmörkuð. Það er ólíklegt að boðin séu fram úrræði eða viðbrögð við vandamálum sem menn viðurkenna ekki að séu til. Þess vegna hefur á Íslandi átt sér stað gríðarlega umfangsmikil endurskilgreining á því sem erlendis eru talin algeng og vel þekkt félagsleg vandamál. Þessi vandamál verða nefnilega að heilbrigðisvandamálum á Íslandi. Heilbrigðiskerfið er látið taka við bráðasta félagslega vanda og best þykir ef hægt er að takast á við málin með einföldum en áhrifaríkum lausnum eins og t.d. lyfjagjöf. Erfiðleikarnir verða ekki að viðurkenndum vanda fyrr en búið er að framvísa læknisvottorði. Vandinn er hins vegar til staðar og vissulega er mikilvæg skörun í nútímasamfélagi milli félagslegra vandamála og heilbrigðisvandamála. Hins vegar er bæði skynsamlegra og árangursríkara að viðurkenna félagslegu vandamálin sem félagsleg vandamál og gera ráðstafanir til að mæta þeim sem slíkum, en skilgreina síðan heilbrigðisvandamál sem heilbrigðisvandamál. Skýrsla Tryggva Þórs Herbertssonar er því ekki endilega áfellisdómur yfir örorkubótakerfinu og því síður er hún tilefni til að búa til Jón þjóf úr öryrkjum. Skýrslan er hins vegar skjalfestur vitnisburður um séríslenska endurskilgreiningu á félagslegum vandamálum sem heilbrigðisvandamálum. Okkar vandi er afneitunin. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að við eigum við umfangsmikinn félagslegan vanda að glíma, sem ekki verður leystur með lyfseðli eða læknisvottorði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hún er fræg sagan um Jón þjóf, sem fékk viðurnefni sitt af því að það var stolið frá honum. Öryrkjar landsins virðast vera að lenda í svipuðu heilkenni og Jón þjófur. Ný skýrsla Tryggva Herbertssonar hjá Hagfræðistofnun Háskólans um íslenska öryrkja sýnir ótrúlega fjölgun þeirra á síðustu árum og þá sérstaklega í hópi ungra öryrkja. Svo virðist af fréttamati fjölmiðla og viðbrögðum sérfræðinga og stjórnmálamanna sem þessi fjölgun komi bæði mjög á óvart og þyki óeðlileg. Í því felst yfirlýsing um að eitthvað sé bogið við hana. Fólk sé á bótum, sem ekki eigi að vera það. Allt er þetta ugglaust rétt, svo langt sem það nær. Hins vegar er mjög mikilvægt að gæta vel að þeim ályktunum sem eru dregnar af þessu. Strax heyrist í umræðunni sú krafa – og sumir virðast telja hana óumflýjanlega – að þessi óeðlilega fjölgun muni leiða til þess að örorkubætur þurfi að lækka. Með því móti væri í raun verið að stela hluta af bótunum frá öryrkjum, en um leið væru þeir sjálfir kallaðir þjófar. Öryrkjar væru komnir í fótspor Jóns þjófs – þjófkenndir fyrir að láta stela frá sér! Þótt hótunin um þjófkenningu vofi stöðugt yfir eru sem betur fer fleiri hugmyndir uppi varðandi viðbrögð við þessum nýju tíðindum, sem þó hafa legið í aðalatriðum fyrir um talsvert langt skeið. Þannig er haft eftir yfirtryggingalækni hér í blaðinu í gær að herða eigi eftirlit með því að örorkubótakerfið sé misnotað, sem vissulega er sjálfsagt að gera. Hins vegar er ótrúlegt að sú mikla fjölgun og sú breyting á örorkumynstri sem fram kemur í skýrslu Tryggva Þórs stafi nema að örlitlu leyti af einhverju svindli eða raunverulegum „þjófum“. Hins vegar er því ekki að neita að hún er lífseig almenningstrúin á að stórir hópar öryrkja séu á einhvers konar gerviörorku og þess vegna mun það gagnast öryrkjum sjálfum og samúð með málstað þeirra vel ef Tryggingastofnun tekst að slá á þá trú að svindl sé mikið stundað. En það hafa jafnframt komið ábendingar sem snúa einmitt að kjarna málsins. Þannig bendir yfirtryggingalæknir á það aftast í fyrrnefndri frétt gærdagsins að hluti skýringarinnar á fjölgun öryrkja séu vaxandi kröfur um arðsemi ávinnumarkaði og að þeir sem hefðu skerta færni á einhvern hátt, jafnvel tímabundið, gæfust frekar upp eða væru látnir fara. Rannsóknir á Íslandi bentu til tölfræðilegs sambands milli atvinnuleysis og nýgengis örorku. Á þetta hefur Jón Kristjánsson líka bent og dregið athygli manna jafnframt að því að atvinnuleysisbætur séu lægri en örorkubætur þannig að hugsanlega sæki fólk því frekar í örorkubæturnar. Þó Jón hafi farið varlega í yfirlýsingar um aðgerðir, sem kannski er skiljanlegt á þessu stigi, er ljóst að hann virðist gera sér grein fyrir að vandamálið tengist fleiri kerfum og fleiri sviðum þjóðfélagsins en bara örorkubóta- eða örorkumatskerfinu. Það eitt að taka þannig til orða – eins og hvert stórmennið á fætur öðru gerir – að fólk sé að „festast á örorkubótum“ eftir tímabundin vandræði bendir til að það sé eitthvað að því umhverfi sem ekki getur tekið við þessu fólki. Á Íslandi hafa menn verið í mikilli afneitun undanfarin ár varðandi umfang og eðli félagslegra vandamála. Einn fylgifiskur þeirrar afneitunar er að úrræði eða aðgerðir til að mæta félagslegum vandamálum hafa verið takmörkuð. Það er ólíklegt að boðin séu fram úrræði eða viðbrögð við vandamálum sem menn viðurkenna ekki að séu til. Þess vegna hefur á Íslandi átt sér stað gríðarlega umfangsmikil endurskilgreining á því sem erlendis eru talin algeng og vel þekkt félagsleg vandamál. Þessi vandamál verða nefnilega að heilbrigðisvandamálum á Íslandi. Heilbrigðiskerfið er látið taka við bráðasta félagslega vanda og best þykir ef hægt er að takast á við málin með einföldum en áhrifaríkum lausnum eins og t.d. lyfjagjöf. Erfiðleikarnir verða ekki að viðurkenndum vanda fyrr en búið er að framvísa læknisvottorði. Vandinn er hins vegar til staðar og vissulega er mikilvæg skörun í nútímasamfélagi milli félagslegra vandamála og heilbrigðisvandamála. Hins vegar er bæði skynsamlegra og árangursríkara að viðurkenna félagslegu vandamálin sem félagsleg vandamál og gera ráðstafanir til að mæta þeim sem slíkum, en skilgreina síðan heilbrigðisvandamál sem heilbrigðisvandamál. Skýrsla Tryggva Þórs Herbertssonar er því ekki endilega áfellisdómur yfir örorkubótakerfinu og því síður er hún tilefni til að búa til Jón þjóf úr öryrkjum. Skýrslan er hins vegar skjalfestur vitnisburður um séríslenska endurskilgreiningu á félagslegum vandamálum sem heilbrigðisvandamálum. Okkar vandi er afneitunin. Fyrsta skrefið er að viðurkenna að við eigum við umfangsmikinn félagslegan vanda að glíma, sem ekki verður leystur með lyfseðli eða læknisvottorði.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun