Viðskipti erlent

Olíuverð hækkar á ný

MYND/Reuters
Olíuverð fer nú hækkandi á ný eftir að bilanir komu upp í olíuhreinsunarstöðvum í Bandaríkjunum. Að auki ríkir vissa um að jaðra muni við skort þegar sumarleyfatímabilið hefst á Vesturlöndum en þá eykst eldsneytisþörfin jafnan. Á Bandaríkjamarkaði kostaði fatið um 56 dollara. Áhyggjur af hækkandi olíuverði eru efst á blaði á fundi George Bush Bandaríkjaforseta og Abdullah, krónprins Sádi-Arabíu, en ekki er talið að krónprinsinn hafi nein töfraráð á takteinum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×