Scarface: The World Is Yours 22. apríl 2005 00:01 Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur. Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi. Til að leikmenn fái sem raunverulegasta upplifun við spilun leiksins og ná að mynda Scarface stemminguna hefur leikarinn Al Pacino samþykkt að taka þátt í gerð leiksins. Aðrir leikarar sem koma við sögu í leiknum eru Steven Bauer og Robert Loggia (sem léku Manny Ray og Frank Lopez). Meðal annarra leikara má nefna grínleikarana Jay Mohr og Cheech Marin og leikarana James Woods, Miguel Sandoval, Robert Davi, Michael Rappaport og Michael York. ”Al Pacino náði að skapa persónu Tony Montana á mjög kröftugan hátt og er því ómetanlegt að fá að nota útlit hans sem Tony Montana til að gera leikinn sem raunverulegastan,” segir Cindy Cook, Markaðsstjóri Vivendi Universal Games. ”Við erum einnig mjög ánægð með að hafa náð í aðra topp leikara til að taka þátt í gerð leiksins Scarface: The World is Yours, en þátttaka þeirra mun gefa leiknum meiri dýpt og efni.” Sagan í Scarface: The World Is Yours er skrifuð útfrá því sjónarhorni ”hvað ef Tony hefði lifað af”, og hefst leikurinn í kjölfarið á uppgjörs senunni sem var í lok myndarinnar. Leikmenn fá að ferðast um götur og staði Miami borgar ásamt því að vaða um eyjar Karabískahafsins þar sem allt er stútfullt af hörðum og hættulegum persónum. Leikmenn þurfa að safna saman upplýsingum, berjast í skotbardögum, smygla varningi og valda sem mestri ringulreið á leið Tony Montana aftur á toppinn. Scarface: The World Is Yours er gerður af Radical Games og kemur út fyrir Sony PlayStation 2, Microsoft XBOX og PC.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira