Ráðhúsið hefur sín leynivopn 19. apríl 2005 00:01 Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum... Hús og heimili Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira
Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur á ekki erfitt með að nefna falleg hús í miðbæ Reykjavíkur. "Það eru mörg flott hús í miðbænum þar sem ég bý, til dæmis Borgarbókasafnið og Fríkirkjuvegur 11. En það hús sem kom fyrst upp í hugann þegar ég var beðin um að nefna uppáhaldshús er Ráðhúsið við tjörnina. Ekki endilega af því að það sé allt svo fallegt við þetta hús heldur eru ákveðnir hlutir við það sem mér finnst mjög skemmtilegir og þá kannski frekar utan á húsinu en inni í því. Til dæmis staðsetningin. Það að húsið sé byggt út í vatnið gefur kost á brúnni, sem mér finnst alveg æðislegt að ganga yfir og fylgjast með vatninu og fuglunum undir. Handriðið á brúnni er skemmtilega formað og fer svo vel í hendi. Ef maður er heppinn slást snúrurnar á flaggstöngunum mishratt í rokinu og þá fær maður lítið tónverk í leiðinni." Ólöf segir Ráðhúsið hafa sín leynivopn og bendir á fleiri. "Eitt annað sem er skemmtilegt er ljósin í tjörninni sem lýsa upp húsið í gegnum vatnið. Þá kemur gárumunstur á húsið og ég hef tekið eftir því að stundum sitja endur á ljósunum, einkum á veturna. Kannski eru þær að hlýja sér á tánum. Svo er það líka mosinn utan á húsinu Vonarstrætismegin og vatnið sem seytlar niður hann. Upplifun mín af húsinu er mjög tengd vatninu, maður gengur yfir vatnið, sér ljósið í gegnum vatnið og svo er það mosinn sem er þarna út af þessu vatni." Ólöf hefur einu sinni dansað inni í Ráðhúsinu og einu sinni fyrir utan það, á tjörninni miðri. Á sumardaginn fyrsta dansar hún hins vegar í Borgarleikhúsinu. "Dansleikhúsið frumsýnir þá fjögur ný íslensk verk og eitt þeirra er eftir mig. Það heitir Hetkinen - minningarbrot frá Finnlandi en Hetkinen þýðir augnablik á finnsku. Verkið er samið út frá ýmsum minningarbrotum en ég hef oft dvalið í Finnlandi í lengri eða skemmri tíma." Dansverkið Augnablik í Ráðhúsinu virðist samt líka vera í burðarliðnum...
Hús og heimili Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Sjá meira