Ómetanleg bók Egill Helgason skrifar 11. apríl 2005 00:01 Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Günter Grass: Blikktromman Hin íslenska þýðing Blikktrommunnar var í misskildu hagræðingarskyni gefin út í þremur bindum á jafnlöngu árabili - þetta var eitthvert mesta útgáfufíaskó sem maður man eftir. Bindin þrjú kostuðu samanlagt hátt í 15 þúsund. Enginn var svo vitlaus að kaupa. En nú er loks búið að gefa bókina út á pappírskilju og því loksins hægt að eignast ágæta þýðingu Bjarna Jónssonar á þessari merku bók. Þetta er náttúrlega eitt af höfuðverkum bókmennta tuttugustu aldarinnar; algjörlega einstætt, ótrúlega víðfemt og hefur haft ómæld áhrif á ekki minni höfunda en Salman Rushdie og Einar Má Guðmundsson. Grass lýsir uppgangi og hruni nasismans með augum viðrinisins Óskars sem ákveður að stækka ekki meir þegar hann er þriggja ára, fylgist með endalausum vandræðum fullorðna fólksins í kringum sig, föður síns, móður og ástmanns hennar, en hafnar loks í fjölleikaflokki sem ferðast um Þriðja ríkið - trommar á litlu trommuna sína og brýtur gler með röddinni. Tilfinning Grass fyrir landinu og þjóðinni sem hann er kominn af er einstök - bókin gerist á hinum þýsk/pólsku landsvæðum kringum Danzig/Gdansk - það er ekki síst fyrir tilstilli höfunda eins og Grass sem Þjóðverjar hafa getað tekist á við hina erfiðu sögu sína. Því er þetta ómetanleg bók og ómetanlegur höfundur.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira