Útlitskröfurnar orðnar meiri 7. apríl 2005 00:01 Fyrsta uppþvottavélin var smíðuð rétt fyrir aldamótin af konunni sem stofnaði Kitchen Aid í Bandaríkjunum, en henni leiddist hvað þjónustufólk hennar braut mikið af leirtaui í uppvaskinu. Í grunninn eru uppþvottavélarnar eins uppbyggðar og sú fyrsta en eitt og annað hefur bæst við. "Vissulega hafa vélarnar breyst í gegnum árin þótt það sé ekki hægt að tala um neinar stökkbreytingar," segir Jón Norland hjá Smith & Norland sem hefur selt Simens uppþvottavélar í áraraðir. "Vélarnar verða sífellt hljóðlátari, nota minna vatn og eru sparneytnari. Svo er alltaf verið að þróa grindarbúnaðinn til að þjóna sem best því sem á að fara í vélina," segir Jón. Hann segir grindarbúnaðinn og annan búnað að sjálfsögðu vera fullkomnari eftir því sem vélarnar séu dýrari. "Í dag erum við með vélar sem skynja óhreinindi þannig að þær skynja hver þörfin er fyrir hvern þvott og haga þvottinum samkvæmt því," segir Jón. Hann segir að yfirleitt notist fólk bara við eitt kerfi en þurfi þó að hafa í huga að setja ekki viðkvæma hluti á mikinn hita. Aðrar breytingar sem Jón minnist á eru útlitsbreytingar á vélunum. "Fólk er farið að gera miklar útlitskröfur og spáir mikið hvernig vélarnar passa inn í eldhúsið," segir Jón. Fyrir vikið eru uppþvottavélar hannaðar með margvíslegu útliti og er stálið mjög vinsælt núna. "Við höfum selt Siemens uppþvottavélarnar í áraraðir og selt gríðarlega mikið af þeim. Vélarnar eru mjög endingargóðar en við erum samt að fá fólk sem er að endurnýja vélina, ekki vegna slits, heldur vegna þess að fólk er að uppfæra eldhúsið," segir Jón.Jón Norland segir uppþvottavélarnar sífellt verða hljóðlátari, þæt nota minna vatn en áður og eru sparneytnari.Mynd/E.Ól Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Fyrsta uppþvottavélin var smíðuð rétt fyrir aldamótin af konunni sem stofnaði Kitchen Aid í Bandaríkjunum, en henni leiddist hvað þjónustufólk hennar braut mikið af leirtaui í uppvaskinu. Í grunninn eru uppþvottavélarnar eins uppbyggðar og sú fyrsta en eitt og annað hefur bæst við. "Vissulega hafa vélarnar breyst í gegnum árin þótt það sé ekki hægt að tala um neinar stökkbreytingar," segir Jón Norland hjá Smith & Norland sem hefur selt Simens uppþvottavélar í áraraðir. "Vélarnar verða sífellt hljóðlátari, nota minna vatn og eru sparneytnari. Svo er alltaf verið að þróa grindarbúnaðinn til að þjóna sem best því sem á að fara í vélina," segir Jón. Hann segir grindarbúnaðinn og annan búnað að sjálfsögðu vera fullkomnari eftir því sem vélarnar séu dýrari. "Í dag erum við með vélar sem skynja óhreinindi þannig að þær skynja hver þörfin er fyrir hvern þvott og haga þvottinum samkvæmt því," segir Jón. Hann segir að yfirleitt notist fólk bara við eitt kerfi en þurfi þó að hafa í huga að setja ekki viðkvæma hluti á mikinn hita. Aðrar breytingar sem Jón minnist á eru útlitsbreytingar á vélunum. "Fólk er farið að gera miklar útlitskröfur og spáir mikið hvernig vélarnar passa inn í eldhúsið," segir Jón. Fyrir vikið eru uppþvottavélar hannaðar með margvíslegu útliti og er stálið mjög vinsælt núna. "Við höfum selt Siemens uppþvottavélarnar í áraraðir og selt gríðarlega mikið af þeim. Vélarnar eru mjög endingargóðar en við erum samt að fá fólk sem er að endurnýja vélina, ekki vegna slits, heldur vegna þess að fólk er að uppfæra eldhúsið," segir Jón.Jón Norland segir uppþvottavélarnar sífellt verða hljóðlátari, þæt nota minna vatn en áður og eru sparneytnari.Mynd/E.Ól
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira