Skreytt og sérstakt steingólf 28. mars 2005 00:01 "Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi. Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
"Þegar málað er á steingólf er best að grunna gólfið fyrst með olíulakki. Það er ódýrasta aðferðin til að grunna og líka mjög góð. Þá er lakkið þynnt 25 prósent með terpentínu og farið ein umferð með því á gólfið. Síðan eru tvær umferðir málaðar yfir gólfið með lakkmálningu til að fá litinn á gólfið," segir Sverrir Einarsson, starfsmaður hjá Litaveri á Grensásvegi 18. Að sögn Sverris eru litir í lakkmálningu ansi takmarkaðir og ekki eins margir og fást í "venjulegri" málningu ef svo má segja. "Til að fá aðra liti á gólfið er hægt að mála fyrst með vatnsmálningu, útþynntri með vatni, yfir gólfið og síðan tvær til þrjár umferðir með glærri, óþynntri lakkmálningu," segir Sverrir. Fréttablaðið hvetur fólk til að láta ímyndunaraflið taka öll völd þegar steingólf eru máluð því það er svo margt hægt að gera annað en að mála í hefðbundnum litum. "Við eigum flögur í nokkrum litum, gráu, drapplituðu, rauðu, grænu og fleiri litum sem hægt er að skreyta gólfið með. Flögunum er dreift yfir gólfið þegar búið er að mála og síðan lakkað yfir með glæru lakki til að loka flögurnar inni," segir Sverrir en ætli sé ekki hægt að skella hverju sem er á gólfið, eins og glimmeri eða fjöðrum, til að gera steingólfið sem flottast og sérstakast? "Það ætti alveg að vera hægt - svo lengi sem er lakkað yfir." Þegar litið er aftur um fimm eða tíu ár þá var ekki einu sinni rætt um það að mála gólf. Það var bara teppi, dúkar og parkett sem réð ríkjum. Nú, með innreið naumhyggjunnar, hefur hins vegar máluðum gólfum fjölgað og Sverrir og samstarfsmenn hans hjá Litaveri finna svo sannarlega fyrir því. "Þetta er heilmikið að aukast og það eru mjög margir sem sýna þessu áhuga og spyrja um þetta." Hugmyndir að hlutum til að skreyta steingólf með: Glimmer Fjaðrir Rósablöð Úrklippur úr blöðum Umbúðir af alls kyns vörum Perlur Skeljar Fjölskyldumyndir Uppáhaldstilvitnanir VeggfóðurVel er hægt að skreyta steingólfið með perlum af ýmsu tagi.
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira