Milljörðum skotið undan 22. mars 2005 00:01 Fyrir nokkru fóru starfsmenn skattrannsóknarstjóra í fylgd lögreglumanna inn á nokkra veitingastaði í Reykjavík og höfðu þaðan á brott með sér bókhaldsgögn og annað varðandi rekstur staðanna. Mæltist þessi heimsókn misjafnlega fyrir hjá sumum veitingamönnum. Þetta mun vera ein stærsta aðgerð embættisins fram til þessa, og kom í framhaldi af umræðu og skýrslu um svarta atvinnustarfsemi svokallaða hér á landi. Það orð hefur lengi legið á veitingahúsageiranum að þar sé mikið um svarta starfsemi. Laun starfsmanna séu ekki gefin upp til skatts og þá ekki skilað staðgreiðslu af þeim. Þá hefur það orð líka legið á þessari starfsemi að hráefni til matreiðslu á veitingastöðum sé ekki alltaf fengið eftir venjubundnum leiðum. Þessar ásakanir eiga að sjálfsögðu ekki við öll veitingahús, en þeir sem stunda slíka ólöglega starfsemi koma óorði á hina heiðarlegu í stéttinni, sem væntanlega eru fleiri en hinir. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi heldur formaður félags starfsfólks í veitingahúsum því fram að veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemi milljörðum króna. Þarna er fast að orði kveðið, en það verður að ætla að sá sem heldur þessu fram þekki vel til þessarar starfsemi. Níels Sigurður Olgeirsson telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Bæði útlendingar og Íslendingar. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert er gefið upp af þessari vinnu," segir formaðurinn í viðtalinu. Hann segir að Matvís ætli í átak gegn ólöglegri starfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar í þessum efnum. Það er langt í frá að þetta vandamál sé einangrað við Ísland, því það er þekkt víða í nágrannalöndunum og er kannski helst bundið við litla veitingastaði en ekki stóru staðina og stóru hótelin. Það er hins vegar ósanngjarnt að skella allri skuldinni á litlu staðina. Mjög erfitt getur verið að komast til botns í þessu máli, en það er ljóst að það hefur verið ærin ástæða fyrir því að skattrannsóknarstjóri lét til skarar skríða hjá veitingahúsunum. En það er ekki aðeins að þetta orð um neðanjarðarstarfsemi hafi legið á veitingahúsunum. Þar hafa líka verið tíð kennitöluskipti, svo með ólíkindum má telja. Eigendaskipti eru mjög tíð og ekki óþekkt að eigendur fari á hausinn, en haldi svo áfram rekstrinum með nýrri kennitölu. Allt þetta kemur óorði á heiðarlega og duglega veitingamenn sem sumir hverjir hafa ár eftir ár rekið staði sína undir sömu kennitölu og líða fyrir hina sem eru með óhreint mjöl í pokanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Fyrir nokkru fóru starfsmenn skattrannsóknarstjóra í fylgd lögreglumanna inn á nokkra veitingastaði í Reykjavík og höfðu þaðan á brott með sér bókhaldsgögn og annað varðandi rekstur staðanna. Mæltist þessi heimsókn misjafnlega fyrir hjá sumum veitingamönnum. Þetta mun vera ein stærsta aðgerð embættisins fram til þessa, og kom í framhaldi af umræðu og skýrslu um svarta atvinnustarfsemi svokallaða hér á landi. Það orð hefur lengi legið á veitingahúsageiranum að þar sé mikið um svarta starfsemi. Laun starfsmanna séu ekki gefin upp til skatts og þá ekki skilað staðgreiðslu af þeim. Þá hefur það orð líka legið á þessari starfsemi að hráefni til matreiðslu á veitingastöðum sé ekki alltaf fengið eftir venjubundnum leiðum. Þessar ásakanir eiga að sjálfsögðu ekki við öll veitingahús, en þeir sem stunda slíka ólöglega starfsemi koma óorði á hina heiðarlegu í stéttinni, sem væntanlega eru fleiri en hinir. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi heldur formaður félags starfsfólks í veitingahúsum því fram að veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemi milljörðum króna. Þarna er fast að orði kveðið, en það verður að ætla að sá sem heldur þessu fram þekki vel til þessarar starfsemi. Níels Sigurður Olgeirsson telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Bæði útlendingar og Íslendingar. "Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert er gefið upp af þessari vinnu," segir formaðurinn í viðtalinu. Hann segir að Matvís ætli í átak gegn ólöglegri starfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar í þessum efnum. Það er langt í frá að þetta vandamál sé einangrað við Ísland, því það er þekkt víða í nágrannalöndunum og er kannski helst bundið við litla veitingastaði en ekki stóru staðina og stóru hótelin. Það er hins vegar ósanngjarnt að skella allri skuldinni á litlu staðina. Mjög erfitt getur verið að komast til botns í þessu máli, en það er ljóst að það hefur verið ærin ástæða fyrir því að skattrannsóknarstjóri lét til skarar skríða hjá veitingahúsunum. En það er ekki aðeins að þetta orð um neðanjarðarstarfsemi hafi legið á veitingahúsunum. Þar hafa líka verið tíð kennitöluskipti, svo með ólíkindum má telja. Eigendaskipti eru mjög tíð og ekki óþekkt að eigendur fari á hausinn, en haldi svo áfram rekstrinum með nýrri kennitölu. Allt þetta kemur óorði á heiðarlega og duglega veitingamenn sem sumir hverjir hafa ár eftir ár rekið staði sína undir sömu kennitölu og líða fyrir hina sem eru með óhreint mjöl í pokanum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun