Skrípaleikur á Siglufirði 21. mars 2005 00:01 Ótrúlegur var skrípaleikurinn sem var settur á svið á Siglufirði á laugardaginn vegna Héðinsfjarðarganganna. Samgönguráðherrann steig að ofan eins og deus ex machina og færði bæjarbúum gleðitíðindin. Karlakór var látinn syngja - bæjarbúum var ætlað að vegsama ráðherrann. Það á ekki að fara milli mála hver gefandinn er. Meira að segja Pétri Blöndal, samflokksmanni Sturlu, var greinilega ofboðið í sjónvarpsfréttum í gær - sagði að menn ættu að hætta að líta á samgöngur sem einhvers konar landsbyggðarmál. Pétur sagði að Héðinsfjarðargöngunum hefði verið lofað þegar bankarnir voru seldir. Getur einhver rifjað upp fyrir mér hvers vegna í ósköpunum þurfti setja alltof síðbúna einkavæðingu bankanna í slíkar umbúðir? Hvaða tengsl var eiginlega hægt að finna þarna á milli? Bæjarstjórinn á Ólafsfirði - kona sem reyndi ítrekað komast á þing fyrir Alþýðubandalagið - var líka í viðtali og sagði að íbúarnir á svæðinu ættu kröfu á að fá þessi göng! Hví þá? Er það vegna þess að Siglufjörður er nú í sama kjördæmi og Ólafsfjörður og Akureyri, en því fyrirkomulagi var komið á við síðustu kjördæmabreytingu? Það eru rök sem maður hefur heyrt. En öfugt við það sem alþingismenn kunna að halda býtta kjördæmamörk ekki neinu fyrir venjulegt fólk. --- --- --- Það er áætlað að um 350 bílar keyri göngin á dag að meðaltali. Mér finnst líklegt að það sé ríflega áætlað - nema þá að bæjarbúar fari á hverjum degi í Bónus á Akureyri. Þetta er svipuð umferð og fer um Hringbrautina á örfáum mínútum. Samt virðist ekki mega ræða það að setja umferð í Reykjavík í göng. Framkvæmdin kostar 15 milljónir á Siglufirði. Íbúarnir þar eru 1380. Eitt sinn voru þeir yfir 3000. Það verður ekki aftur söltuð síld á Siglufirði. Það er mikiil spurning hvort svona staður eigi yfirleitt framtíð fyrir sér mitt í þeim atvinnuháttabreytingum sem eru að verða - vill ungt fólk búa í afskekktum bæ eins og Siglufirði? Breyta göng einhverju þar um - eða verða þau bara notuð til að komast hraðar burt? Íbúatalan í kaupstöðum eins og Ísafirði og Vestmannaeyjum er að skríða niður í fjögur þúsund. Á báðum stöðum hefur orðið mikil íbúafækkun á síðustu árum. Þetta tengist því að miklu minni spurn er eftir vinnuafli í sjávarútvegi en áður - og eins því að Íslendingar vilja helst ekki vinna í fiski lengur. En ef menn vilja reka vitræna byggðastefnu væri nær að reyna að reyna að standa vörð um byggðina á slíkum stöðum, en ekki henda peningum hippsum happs í byggðarlög sem eru að dragast upp - hvort sem þeir eru knúðir áfram af miskilinni góðsemi, frjálslegu viðhorfi til meðferðar almannafjár, atkvæðaveiðum eða kjördæmapoti. --- --- --- Í gær voru sýndar í sjónvarpinu myndir af því þegar íslenskir þingmenn voru grýttir af börnum landtökumanna í Hebron. Ég kannaðist við þessar slóðir af myndunum, kom þangað fyrir sjö árum. Þarna hefur lítill og ofstækisfullur hópur gyðinga búið sér ból inni í borg sem áður var blómleg - allt vegna þess að í Hebron er sögð vera gröf ættföðurins Abrahams. Baruch Goldstein, ofstækismaðurinn sem myrti 29 Palestínumenn og særði mörg hundruð í mosku í Hebron 1994, var úr þessum hópi. Goldstein skaut fórnarlömb sín í bakið meðan þau voru við bænir. Það er dæmigert fyrir ástandið þarna að Goldsteins er minnst sem hetju - það eru farnar pílagrímsferðir að gröf hans. Til að gæta landtökufólksins hafa verið tvö þúsund ísraelskir hermenn í Hebron, gráir fyrir járnum, sitjandi í byssuhreiðrum uppi á þökum. Landtökumennirnir valsa um göturnar með vélbyssur slengdar um öxl, teymandi með sér barnahópa sína - þarna geisar kapphlaup um að fjölga sér sem hraðast. Byggð þeirra er eins og krabbamein í borginni, enda var henni valinn staður inn í miðjum bæ. Á svæðinu í kring ríkir stríðsástand. Ég gekk þarna upp og niður víglínuna dagpart, talaði við ísraelsku hermennina uppi á þökunum, þoldi það að palestínska öryggislögreglan leitaði á mér, hitti friðargæsluliða frá Noregi sem hristi bara hausinn yfir þessum vitfirringum. Enginn sem kemur á þennan stað hefur sömu skoðun og áður. Það er eins og að vera settur niður í Soweto eða Sharpeville árið 1960 - manni hefði aldrei framar dottið í hug að bera blak af Suður-Afríkustjórn. --- --- --- Nú eru feðgarnir Sveinn Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson búnir að kaupa það ágæta fyrirtæki Tösku og hanskabúðina á Skólavörðustíg. Gárungarnir segja að nú muni þeir í anda fyrri viðskiptahátta skipta búðinni upp og selja hanskadeildina... Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Ótrúlegur var skrípaleikurinn sem var settur á svið á Siglufirði á laugardaginn vegna Héðinsfjarðarganganna. Samgönguráðherrann steig að ofan eins og deus ex machina og færði bæjarbúum gleðitíðindin. Karlakór var látinn syngja - bæjarbúum var ætlað að vegsama ráðherrann. Það á ekki að fara milli mála hver gefandinn er. Meira að segja Pétri Blöndal, samflokksmanni Sturlu, var greinilega ofboðið í sjónvarpsfréttum í gær - sagði að menn ættu að hætta að líta á samgöngur sem einhvers konar landsbyggðarmál. Pétur sagði að Héðinsfjarðargöngunum hefði verið lofað þegar bankarnir voru seldir. Getur einhver rifjað upp fyrir mér hvers vegna í ósköpunum þurfti setja alltof síðbúna einkavæðingu bankanna í slíkar umbúðir? Hvaða tengsl var eiginlega hægt að finna þarna á milli? Bæjarstjórinn á Ólafsfirði - kona sem reyndi ítrekað komast á þing fyrir Alþýðubandalagið - var líka í viðtali og sagði að íbúarnir á svæðinu ættu kröfu á að fá þessi göng! Hví þá? Er það vegna þess að Siglufjörður er nú í sama kjördæmi og Ólafsfjörður og Akureyri, en því fyrirkomulagi var komið á við síðustu kjördæmabreytingu? Það eru rök sem maður hefur heyrt. En öfugt við það sem alþingismenn kunna að halda býtta kjördæmamörk ekki neinu fyrir venjulegt fólk. --- --- --- Það er áætlað að um 350 bílar keyri göngin á dag að meðaltali. Mér finnst líklegt að það sé ríflega áætlað - nema þá að bæjarbúar fari á hverjum degi í Bónus á Akureyri. Þetta er svipuð umferð og fer um Hringbrautina á örfáum mínútum. Samt virðist ekki mega ræða það að setja umferð í Reykjavík í göng. Framkvæmdin kostar 15 milljónir á Siglufirði. Íbúarnir þar eru 1380. Eitt sinn voru þeir yfir 3000. Það verður ekki aftur söltuð síld á Siglufirði. Það er mikiil spurning hvort svona staður eigi yfirleitt framtíð fyrir sér mitt í þeim atvinnuháttabreytingum sem eru að verða - vill ungt fólk búa í afskekktum bæ eins og Siglufirði? Breyta göng einhverju þar um - eða verða þau bara notuð til að komast hraðar burt? Íbúatalan í kaupstöðum eins og Ísafirði og Vestmannaeyjum er að skríða niður í fjögur þúsund. Á báðum stöðum hefur orðið mikil íbúafækkun á síðustu árum. Þetta tengist því að miklu minni spurn er eftir vinnuafli í sjávarútvegi en áður - og eins því að Íslendingar vilja helst ekki vinna í fiski lengur. En ef menn vilja reka vitræna byggðastefnu væri nær að reyna að reyna að standa vörð um byggðina á slíkum stöðum, en ekki henda peningum hippsum happs í byggðarlög sem eru að dragast upp - hvort sem þeir eru knúðir áfram af miskilinni góðsemi, frjálslegu viðhorfi til meðferðar almannafjár, atkvæðaveiðum eða kjördæmapoti. --- --- --- Í gær voru sýndar í sjónvarpinu myndir af því þegar íslenskir þingmenn voru grýttir af börnum landtökumanna í Hebron. Ég kannaðist við þessar slóðir af myndunum, kom þangað fyrir sjö árum. Þarna hefur lítill og ofstækisfullur hópur gyðinga búið sér ból inni í borg sem áður var blómleg - allt vegna þess að í Hebron er sögð vera gröf ættföðurins Abrahams. Baruch Goldstein, ofstækismaðurinn sem myrti 29 Palestínumenn og særði mörg hundruð í mosku í Hebron 1994, var úr þessum hópi. Goldstein skaut fórnarlömb sín í bakið meðan þau voru við bænir. Það er dæmigert fyrir ástandið þarna að Goldsteins er minnst sem hetju - það eru farnar pílagrímsferðir að gröf hans. Til að gæta landtökufólksins hafa verið tvö þúsund ísraelskir hermenn í Hebron, gráir fyrir járnum, sitjandi í byssuhreiðrum uppi á þökum. Landtökumennirnir valsa um göturnar með vélbyssur slengdar um öxl, teymandi með sér barnahópa sína - þarna geisar kapphlaup um að fjölga sér sem hraðast. Byggð þeirra er eins og krabbamein í borginni, enda var henni valinn staður inn í miðjum bæ. Á svæðinu í kring ríkir stríðsástand. Ég gekk þarna upp og niður víglínuna dagpart, talaði við ísraelsku hermennina uppi á þökunum, þoldi það að palestínska öryggislögreglan leitaði á mér, hitti friðargæsluliða frá Noregi sem hristi bara hausinn yfir þessum vitfirringum. Enginn sem kemur á þennan stað hefur sömu skoðun og áður. Það er eins og að vera settur niður í Soweto eða Sharpeville árið 1960 - manni hefði aldrei framar dottið í hug að bera blak af Suður-Afríkustjórn. --- --- --- Nú eru feðgarnir Sveinn Eyjólfsson og Eyjólfur Sveinsson búnir að kaupa það ágæta fyrirtæki Tösku og hanskabúðina á Skólavörðustíg. Gárungarnir segja að nú muni þeir í anda fyrri viðskiptahátta skipta búðinni upp og selja hanskadeildina... Á forsíðu Silfurs Egils
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun