Hverfið mitt 21. mars 2005 00:01 Ég bý í frábæru hverfi hérna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hverfið er eiginlega svona 101 Köben og er mjög blandað. Það er moska við hliðina á kaffihúsinu okkar strákanna og hingað streyma múslimarnir til bæna oft á dag, aðeins ofar er svo félagsmiðstöð Afríkubúa og eru þeir oft mjög skrautlegir til fara. Í götunni minni er svo Sushi staður sem heitir Selfish og er í eigu Kauro sem er Japani, pitsustaðurinn Hugos sem er í eigu Írana og "take awaystaðurinn" Kazims Kitchen en þar er eigandinn tyrkneskur. Á einu horninu er svo Osbourne´s sem er í eigu Englendings og er fótboltabar hverfisins en beint á móti okkur er svo The Bagel Company sem er í eigu Gyðings að ógleymdri Maríu sem á tehúsið Tea Time en hún er frá New York ! Svo er náttúrlega kaffihúsið sem er í eigu íslensku mafíunnar, en það nafn fengum við fljótlega eftir komu okkar í hverfið, meint í gríni að sjálfsögðu. Þetta er sem sagt svona fjölþjóðlegt samfélag og virkar svona líka glimrandi vel. Það sem mér finnst svo frábært við hverfið mitt er að það er mjög mikil samkennd hérna og allir til í að hjálpa öllum. Við strákarnir vorum til dæmis að vinna eitt kvöldið við að byggja staðinn okkar, búnir að vera fjórtán tímana upp á dag í tvo og hálfan mánuð þegar Kauro birtist allt í einu með risastóran bakka af flottustu sushi-bitum sem ég hef séð. Klukkan var um átta og við vorum um það bil að fara að panta pitsu í sjötugasta skiptið. Þetta var fallegt sumarkvöld og ég mun aldrei gleyma því hvað ég og við allir vorum undrandi og þakklátir fyrir þennan vinargreiða. Svo settumst við allir við eina borðið sem búið var að smíða, drulluskítugir upp fyrir haus í vinnugöllunum með sag og verkfæri út um allt og gæddum okkur á sushi ! Í annað skipti fengum við svo pitsur frá Hugos, og undantekningalaust fengum við afslátt á "take away" kaffi og samlokum frá fyrirtækjunum í götunni. Þegar svo kom að því að opna staðinn þá streymdu til okkar gjafir í formi konfekts, kampavíns og rauðvínsflaskna, bóka , blómvanda og fleira. Við vorum bókstaflega orðlausir. Vðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum þó að ekki séu biðraðir eins og sagt hefur verið frá heima. Þessi velgengni er ekki síst því að þakka að staðurinn er í eigu okkar fjögurra þar sem fjármálunum er stjórnað af Brynjólfi Garðarssyni framkvæmdastjóra sem einnig er meistarakokkur og eldar mat á staðnum ásamt yfirkokkinum Þóri Bergssyni sem heimtar kaffi reglulega frá veitingastjóranum Ingva Steinari Ólafssyni sem stýrir barnum og salnum. Ég aðstoða svo Ingva í salnum og er í gríni kallaður yfirmaður þróunarsviðs ! Annars erum við að bíða eftir sumrinu og erum bara hressir. Kveðja Frikki Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Ég bý í frábæru hverfi hérna á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hverfið er eiginlega svona 101 Köben og er mjög blandað. Það er moska við hliðina á kaffihúsinu okkar strákanna og hingað streyma múslimarnir til bæna oft á dag, aðeins ofar er svo félagsmiðstöð Afríkubúa og eru þeir oft mjög skrautlegir til fara. Í götunni minni er svo Sushi staður sem heitir Selfish og er í eigu Kauro sem er Japani, pitsustaðurinn Hugos sem er í eigu Írana og "take awaystaðurinn" Kazims Kitchen en þar er eigandinn tyrkneskur. Á einu horninu er svo Osbourne´s sem er í eigu Englendings og er fótboltabar hverfisins en beint á móti okkur er svo The Bagel Company sem er í eigu Gyðings að ógleymdri Maríu sem á tehúsið Tea Time en hún er frá New York ! Svo er náttúrlega kaffihúsið sem er í eigu íslensku mafíunnar, en það nafn fengum við fljótlega eftir komu okkar í hverfið, meint í gríni að sjálfsögðu. Þetta er sem sagt svona fjölþjóðlegt samfélag og virkar svona líka glimrandi vel. Það sem mér finnst svo frábært við hverfið mitt er að það er mjög mikil samkennd hérna og allir til í að hjálpa öllum. Við strákarnir vorum til dæmis að vinna eitt kvöldið við að byggja staðinn okkar, búnir að vera fjórtán tímana upp á dag í tvo og hálfan mánuð þegar Kauro birtist allt í einu með risastóran bakka af flottustu sushi-bitum sem ég hef séð. Klukkan var um átta og við vorum um það bil að fara að panta pitsu í sjötugasta skiptið. Þetta var fallegt sumarkvöld og ég mun aldrei gleyma því hvað ég og við allir vorum undrandi og þakklátir fyrir þennan vinargreiða. Svo settumst við allir við eina borðið sem búið var að smíða, drulluskítugir upp fyrir haus í vinnugöllunum með sag og verkfæri út um allt og gæddum okkur á sushi ! Í annað skipti fengum við svo pitsur frá Hugos, og undantekningalaust fengum við afslátt á "take away" kaffi og samlokum frá fyrirtækjunum í götunni. Þegar svo kom að því að opna staðinn þá streymdu til okkar gjafir í formi konfekts, kampavíns og rauðvínsflaskna, bóka , blómvanda og fleira. Við vorum bókstaflega orðlausir. Vðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum þó að ekki séu biðraðir eins og sagt hefur verið frá heima. Þessi velgengni er ekki síst því að þakka að staðurinn er í eigu okkar fjögurra þar sem fjármálunum er stjórnað af Brynjólfi Garðarssyni framkvæmdastjóra sem einnig er meistarakokkur og eldar mat á staðnum ásamt yfirkokkinum Þóri Bergssyni sem heimtar kaffi reglulega frá veitingastjóranum Ingva Steinari Ólafssyni sem stýrir barnum og salnum. Ég aðstoða svo Ingva í salnum og er í gríni kallaður yfirmaður þróunarsviðs ! Annars erum við að bíða eftir sumrinu og erum bara hressir. Kveðja Frikki
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira