Vonlausasta verkefni í heimi 18. mars 2005 00:01 Samtök um bætta vínmenningu hafa opnað vef sem þau kalla engavitleysu.is. Þessi félagsskapur vlll losa um höft sem eru á verslun með áfengi, honum er stefnt bæði gegn einokun ríkisins á áfengissölu og hinni miklu skattlagningu á vínföng. Það að ætla að bæta vínmenningu Íslendinga er mjög bjartsýn hugmynd. Norrænar þjóðir drekka áfengi á ákveðinn hátt. Þessi aðferð teygir sig niður til Bretlandseyja þar sem fólk drekkur sig útúrfullt ef það hefur tækifæri til. Einhvers konar hófdrykkjuþjóðir búa sunnar í álfunni. Vínmenningin á Íslandi, í Finnlandi og Rússlandi er sennilega einna verst. Allar breytingar sem hafa orðið í áfengissölu hafa ekki breytt neinu um þetta, ekki tilkoma bjórsins, ekki lengri opnun skemmtistaða, ekki fleiri rauðvínstegundir í vínbúðunum - stór hluti þjóðarinnar drekkur sig nákvæmlega jafn mikið út úr og áður. Óreglan í kringum áfengið er sú sama og þegar fyllibytturnar ultu út Gamla klúbbnum sem stóð þar sem nú er Ingólfstorg - á svipuðum slóðum og sóðabúllan Café Skítur. Fólkinu hefur bara fjölgað. Við Íslendingar erum hins vegar að miklu leyti lausir við dagdrykkju - hún tilheyrir einfaldlega ekki menningu okkar. Sá sem drekkur daglega er talinn vera á leið til glötunar. Að halda að breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu breyti einhverju hér um er í besta falli óskhyggja. Samtökin spyrja meðal annars hvort við viljum ekki að "hjón á miðjum aldri drekki frekar sitt hvort rauðvínsglasið á hverju kvöldi en að eiginmaðurinn sturti í sig vodkaflösku um hverja helgi"? Þetta er háleitt markmið - það er lagt til atlögu við sjálfan þjóðarkarakterinn. En því miður. Allur heilaþvottur heimsins getur ekki breytt því hvernig Íslendingar umgangast áfengi. Kíkið bara niður í miðbæ klukkan svona fjögur í nótt og sjáið svínaríið. --- --- --- Í skítakulda einn morguninn á Lækjartorgi komu tveir ítalskir ferðamenn til mínn, miðaldra hjón, óðamála, ég skildi fyrst ekkert hvað þau voru að segja. Corona hvað? Svo fattaði ég að þau voru að tala um íslensku krónuna - þau bentu upp í loftið, voru að spyrja af hverju hún væri svona há? Ég reyndi að koma með einhverjar útskýringar um framkvæmdir fyrir austan og mikið lánsfé sem streymdi inn í landið, en þau skildu ekki ensku. Héldu bara áfram að benda upp og segja corona, og niður og segja euro og ennþá neðar og segja dollar. --- --- --- Erum við að stefna lóðbeint í kreppu þegar yfirstandandi stóriðju-, lánsfjár- og neyslufylleríi lýkur? Manni finnst eins og þetta geti ekki endað vel - hvað gerist þegar krónan tekur dýfu næst? Þing Samtaka iðnaðarins varar við háu gengi krónunnar sem er að gera út af við mörg fyrirtæki. Ferðamannaiðnaðurinn hlýtur að blæða fyrir þetta í sumar. Sterk mynt - jú - en samt er hvergi hægt að skipta henni í útlöndum nema kannski í einum banka á Strikinu. Maður spyr líka: Hafa fjárfestar áhuga á að koma til lands þar sem er svona bjánalegur gjaldmiðill? --- --- --- Frændi minn er að fermast og hefur lýst því yfir að hann stefni á að fá andvirði hálfrar milljónar í gjafir. Ég er voða hræddur um að fermingar séu fyrsta og stærsta kennslustund margra óharðnaðra unglinga í hræsni. Svo ég ætla að fara út á morgun og finna einhverja nógu leiðinlega guðsorðabók fyrir frænda minn. Ég held að Vídalínspostilla myndi koma að góðu gagni. Á forsíðu Silfurs Egils Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Samtök um bætta vínmenningu hafa opnað vef sem þau kalla engavitleysu.is. Þessi félagsskapur vlll losa um höft sem eru á verslun með áfengi, honum er stefnt bæði gegn einokun ríkisins á áfengissölu og hinni miklu skattlagningu á vínföng. Það að ætla að bæta vínmenningu Íslendinga er mjög bjartsýn hugmynd. Norrænar þjóðir drekka áfengi á ákveðinn hátt. Þessi aðferð teygir sig niður til Bretlandseyja þar sem fólk drekkur sig útúrfullt ef það hefur tækifæri til. Einhvers konar hófdrykkjuþjóðir búa sunnar í álfunni. Vínmenningin á Íslandi, í Finnlandi og Rússlandi er sennilega einna verst. Allar breytingar sem hafa orðið í áfengissölu hafa ekki breytt neinu um þetta, ekki tilkoma bjórsins, ekki lengri opnun skemmtistaða, ekki fleiri rauðvínstegundir í vínbúðunum - stór hluti þjóðarinnar drekkur sig nákvæmlega jafn mikið út úr og áður. Óreglan í kringum áfengið er sú sama og þegar fyllibytturnar ultu út Gamla klúbbnum sem stóð þar sem nú er Ingólfstorg - á svipuðum slóðum og sóðabúllan Café Skítur. Fólkinu hefur bara fjölgað. Við Íslendingar erum hins vegar að miklu leyti lausir við dagdrykkju - hún tilheyrir einfaldlega ekki menningu okkar. Sá sem drekkur daglega er talinn vera á leið til glötunar. Að halda að breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu breyti einhverju hér um er í besta falli óskhyggja. Samtökin spyrja meðal annars hvort við viljum ekki að "hjón á miðjum aldri drekki frekar sitt hvort rauðvínsglasið á hverju kvöldi en að eiginmaðurinn sturti í sig vodkaflösku um hverja helgi"? Þetta er háleitt markmið - það er lagt til atlögu við sjálfan þjóðarkarakterinn. En því miður. Allur heilaþvottur heimsins getur ekki breytt því hvernig Íslendingar umgangast áfengi. Kíkið bara niður í miðbæ klukkan svona fjögur í nótt og sjáið svínaríið. --- --- --- Í skítakulda einn morguninn á Lækjartorgi komu tveir ítalskir ferðamenn til mínn, miðaldra hjón, óðamála, ég skildi fyrst ekkert hvað þau voru að segja. Corona hvað? Svo fattaði ég að þau voru að tala um íslensku krónuna - þau bentu upp í loftið, voru að spyrja af hverju hún væri svona há? Ég reyndi að koma með einhverjar útskýringar um framkvæmdir fyrir austan og mikið lánsfé sem streymdi inn í landið, en þau skildu ekki ensku. Héldu bara áfram að benda upp og segja corona, og niður og segja euro og ennþá neðar og segja dollar. --- --- --- Erum við að stefna lóðbeint í kreppu þegar yfirstandandi stóriðju-, lánsfjár- og neyslufylleríi lýkur? Manni finnst eins og þetta geti ekki endað vel - hvað gerist þegar krónan tekur dýfu næst? Þing Samtaka iðnaðarins varar við háu gengi krónunnar sem er að gera út af við mörg fyrirtæki. Ferðamannaiðnaðurinn hlýtur að blæða fyrir þetta í sumar. Sterk mynt - jú - en samt er hvergi hægt að skipta henni í útlöndum nema kannski í einum banka á Strikinu. Maður spyr líka: Hafa fjárfestar áhuga á að koma til lands þar sem er svona bjánalegur gjaldmiðill? --- --- --- Frændi minn er að fermast og hefur lýst því yfir að hann stefni á að fá andvirði hálfrar milljónar í gjafir. Ég er voða hræddur um að fermingar séu fyrsta og stærsta kennslustund margra óharðnaðra unglinga í hræsni. Svo ég ætla að fara út á morgun og finna einhverja nógu leiðinlega guðsorðabók fyrir frænda minn. Ég held að Vídalínspostilla myndi koma að góðu gagni. Á forsíðu Silfurs Egils
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun