Biskupinn í Silfri Egils 17. mars 2005 00:01 Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.