Menning

Eru blöðin á biðstofunni óholl?

Það gefur auga leið að þar sem margir koma saman til að leita sér lækninga hljóta margar bakteríur að vera líka. Læknar við Oslóarháskóla gerðu rannsókn á bakteríugróðri í tímaritum á læknabiðstofum og niðurstöðurnar birtust í blaði breskra heimilislækna í janúar síðastliðnum. Tekin voru bakteríustrok af forsíðum tímarita á læknastofu og fundust bakteríur á þeim öllum. Hins vegar fundust ekki nema tvö tilvik um sjúkdómsvaldandi bakteríur. Hugsanlegt er að bakteríurnar hafi ekki lifað af tímann sem leið frá því strokin voru tekin þar til þau voru rannsökuð, sem getur bent til þess að forsíður tímarita bjóði ekki upp á þau lífsskilyrði sem slíkar bakteríur þurfa. Niðurstöður rannsóknarinnar voru því þær að ólíklegt megi teljast að hægt sé að smitast af einhverri óværu með því að blaða í tímaritum á læknastofunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.