Hildur Vala Idol-stjarna Íslands 11. mars 2005 00:01 Hildur Vala á sviðinu í kvöld. Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin Idol-stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. Hildur Vala söng The boy who giggled so sweet, Líf og Án þín. Heiða söng Ég veit þú kemur, Líf og Slappaðu af. Heiða á sviðinu í kvöld. 135 þúsund atkvæði Gríðarleg stemning var í troðfullri Smáralindinni og buðu þær Heiða og Hildur Vala upp á sannkallaða tónleika, stigu vart feilspor. Dómaratríóið varð nær uppiskroppa með lýsingarorð, slík var hrifningin. Valdið var hins vegar áhorfenda, þeir kusu með því að senda SMS eða hringja í 900-númer og bárust samtals 135 þúsund atkvæði. Mjótt var á munum en það fór svo að Hildur Vala hlaut örlítið fleiri atkvæði en Heiða og hlaut því titilinn Idol-stjarna Íslands 2005. Hún tekur við titlinum af Kalla Bjarna sem var valinn fyrsta Idol-stjarna Íslands í fyrra. Á Hólmavík og Gauk og stöng Skipulagðar kosningavökur voru á vegum stuðningsfólks Heiðu og Hildar Völu. Stuðningsmenn Heiðu komu saman í félagsheimilinu á Hólmavík og lætur nærri að tæplega 60% íbúa sveitarfélagsins hafi verið þar samnkomin til að fylgjast með úrslitakeppninni. Þeir sem studdu Hildi Völu lögðu Gauk á Stöng undir sig og þar var engu minni stemning en vestur á Hólmavík. Hildar Völu, nýrrar Idol-stjörnu Íslands bíður nú mikið verk en skipulagning fyrstu skrefa ferils hennar verður í höndum Einars Bárðarsonar, „umboðsmanns Íslands“. Menning Tónlist Bíó og sjónvarp Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hildur Vala Einarsdóttir, 23 ára Reykvíkingur, var í kvöld valin Idol-stjarna Íslands. Hildur Vala atti kappi við Heiðu í úrslitum Idol-stjörnuleitarinnar sem fram fóru í beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Smáralind. Hildur Vala söng The boy who giggled so sweet, Líf og Án þín. Heiða söng Ég veit þú kemur, Líf og Slappaðu af. Heiða á sviðinu í kvöld. 135 þúsund atkvæði Gríðarleg stemning var í troðfullri Smáralindinni og buðu þær Heiða og Hildur Vala upp á sannkallaða tónleika, stigu vart feilspor. Dómaratríóið varð nær uppiskroppa með lýsingarorð, slík var hrifningin. Valdið var hins vegar áhorfenda, þeir kusu með því að senda SMS eða hringja í 900-númer og bárust samtals 135 þúsund atkvæði. Mjótt var á munum en það fór svo að Hildur Vala hlaut örlítið fleiri atkvæði en Heiða og hlaut því titilinn Idol-stjarna Íslands 2005. Hún tekur við titlinum af Kalla Bjarna sem var valinn fyrsta Idol-stjarna Íslands í fyrra. Á Hólmavík og Gauk og stöng Skipulagðar kosningavökur voru á vegum stuðningsfólks Heiðu og Hildar Völu. Stuðningsmenn Heiðu komu saman í félagsheimilinu á Hólmavík og lætur nærri að tæplega 60% íbúa sveitarfélagsins hafi verið þar samnkomin til að fylgjast með úrslitakeppninni. Þeir sem studdu Hildi Völu lögðu Gauk á Stöng undir sig og þar var engu minni stemning en vestur á Hólmavík. Hildar Völu, nýrrar Idol-stjörnu Íslands bíður nú mikið verk en skipulagning fyrstu skrefa ferils hennar verður í höndum Einars Bárðarsonar, „umboðsmanns Íslands“.
Menning Tónlist Bíó og sjónvarp Idol Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira