Menning

Pilla gegn fíkninni

Það hljóta að teljast góðar fréttir fyrir tóbaksfíkla að nú skuli glitta í töflu sem slær á tóbaksfíknina -- vonandi í eitt skipti fyrir öll. Nýja lyfið, sem kallast Champix, hefur verið prófað á þrjú þúsund manns í Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum og Noregi. Árangurinn þykir lofa mjög góðu og það þykir ekki síst merkilegt við þetta nýja lyf að það inniheldur ekki snefil af nikótíni. Eins og þeir vita sem hafa hætt að reykja með hjálp plástra og tyggigúmmís innihalda slík lyf nikótín. Nokkuð flókin efnafræðileg útskýring fylgir fréttum af þessu lyfi en í stuttu máli sagt hefur það þau áhrif á fólk að tóbaksfíknin á að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Getur það orðið betra?





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.