Hreyfing í stað lyfjagjafar 8. mars 2005 00:01 "Heilbrigðiskerfið á ekki að vera veikindakerfi. Heilbrigðiskerfið á að standa undir nafni og stuðla að heilbrigði fólks þótt auðvitað sé ábyrgðin á endanum hjá fólkinu sjálfu. Við viljum að hreyfing verði valkostur í heilbrigðiskerfinu þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og þeir vísa á lyf og læknisaðgerðir," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, en hún hefur ásamt þingmönnunum Drífu Hjartardóttur, Þuríði Backman, Gunnari Örlygssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Magnúsi Stefánssyni lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skipi nefnd til að undirbúa að hreyfing verði raunverulegur valkostur í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður bendir á að útgjöld til heilbrigðismála aukist stöðugt og aðgerðum á sjúkrahúsum fjölgi ár frá ári auk þess sem lyfjanotkun fer vaxandi. "Það þarf að leita leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða aðgerð því oft geta sjúklingar breytt heilsufari sínu með breyttu líferni, mataræði og hreyfingu," segir Ásta Ragnheiður. Í greinargerð með þingsályktuninni kemur fram að offita meðal fullorðinna hafi tvöfaldast á tuttugu árum og að um 65% fullorðinna landsmanna séu yfir æskilegri þyngd. "Við hugsum vel um bílana okkar, bónum þá og látum gera við þá þegar þeir bila. Svo skiptum við þeim út þegar þeir eru orðnir lúnir. Við fáum hins vegar bara einn skrokk sem við getum ekki skipt út. Þess vegna skiptir miklu að heilbrigðiskerfið sinni forvörnum. Offita veldur til dæmis miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu og fer vaxandi hjá börnum. Offita er raunverulegt heilbrigðisvandamál sem, ef ekkert verður að gert, á eftir að verða heilbrigðiskerfinu þungur baggi. Það er engin spurning að hreyfing og hollusta er góð leið til að sporna við þeirri þróun." Í greinargerð þingmannanna kemur jafnframt fram að Svíar, Danir og Norðmenn hafi um nokkurra ára skeið gert tilraunir með að vísa á hreyfingu sem úrræði í stað þess að vísa á lyf. Þykir þessi valkostur hafa gefið góð raun. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Heilbrigðiskerfið á ekki að vera veikindakerfi. Heilbrigðiskerfið á að standa undir nafni og stuðla að heilbrigði fólks þótt auðvitað sé ábyrgðin á endanum hjá fólkinu sjálfu. Við viljum að hreyfing verði valkostur í heilbrigðiskerfinu þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og þeir vísa á lyf og læknisaðgerðir," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, en hún hefur ásamt þingmönnunum Drífu Hjartardóttur, Þuríði Backman, Gunnari Örlygssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Magnúsi Stefánssyni lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skipi nefnd til að undirbúa að hreyfing verði raunverulegur valkostur í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður bendir á að útgjöld til heilbrigðismála aukist stöðugt og aðgerðum á sjúkrahúsum fjölgi ár frá ári auk þess sem lyfjanotkun fer vaxandi. "Það þarf að leita leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða aðgerð því oft geta sjúklingar breytt heilsufari sínu með breyttu líferni, mataræði og hreyfingu," segir Ásta Ragnheiður. Í greinargerð með þingsályktuninni kemur fram að offita meðal fullorðinna hafi tvöfaldast á tuttugu árum og að um 65% fullorðinna landsmanna séu yfir æskilegri þyngd. "Við hugsum vel um bílana okkar, bónum þá og látum gera við þá þegar þeir bila. Svo skiptum við þeim út þegar þeir eru orðnir lúnir. Við fáum hins vegar bara einn skrokk sem við getum ekki skipt út. Þess vegna skiptir miklu að heilbrigðiskerfið sinni forvörnum. Offita veldur til dæmis miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu og fer vaxandi hjá börnum. Offita er raunverulegt heilbrigðisvandamál sem, ef ekkert verður að gert, á eftir að verða heilbrigðiskerfinu þungur baggi. Það er engin spurning að hreyfing og hollusta er góð leið til að sporna við þeirri þróun." Í greinargerð þingmannanna kemur jafnframt fram að Svíar, Danir og Norðmenn hafi um nokkurra ára skeið gert tilraunir með að vísa á hreyfingu sem úrræði í stað þess að vísa á lyf. Þykir þessi valkostur hafa gefið góð raun.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira