Fræ í mold í þessum mánuði 6. mars 2005 00:01 Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg. Hús og heimili Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið D'Angelo er látinn Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira
Þrátt fyrir að enn sé stutt liðið á mars er margt sem nú þegar minnir á vor. Fræ af öllum tegundum standa nú frammi í verslunum, en þetta er einmitt tíminn til að sá fræjum í mold og búa undir sumarið. "Úrvalið er gríðarlegt," segir Guðbjörg Kristjánsdóttir, garðyrkjumaður hjá Garðheimum. Hún segir að einstaka tegundum sé nóg að planta í apríl, en flest fræ þurfi að komast í mold í mars. "Til að árangurinn verði sem bestur þarf að vanda sig við sáninguna og hlúa vel að plöntunum. Mikilvægt er að nota sáðmold því margar plöntur þola ekki sterka mold. Smáu fræin eru látin liggja ofan á moldinni og plast breitt yfir. Þetta getur fólk gert inni hjá sér og látið kassa og potta standa í gluggum. Það verður þó að passa að ofnar séu ekki heitir undir fræjunum svo þau þorni ekki. Fræin verða að vera í birtu, því hiti og myrkur gera það að verkum að upp koma spírur sem ekkert verður úr." Guðbjörg bendir líka á að fræ sé ekki endilega það sama og fræ. "Það er hægt að kaupa sams konar fræ á ólíku verði, ódýru fræin geta kostað um þa bil 115 krónur meðan dýrari fræin fara upp í 600 krónur. Það borgar sig þó oft að kaupa dýrari fræin og mörg fræ eru gæðastimpluð, en þar er merkingin F1 best." Þegar sáningu sumarblómanna er lokið er passlegt að huga að matjurtafræjunum, en þau er best a setja niður í kringum 20. apríl. "Það borgar sig svo ekki að fara með plönturnar út í beð fyrr en í júní þegar ekki er lengur hætta á næturfrosti. En aðalatriðið er auðvitað að hlúa vel að að plöntunum á öllu ferlinu, þá uppsker maður ríkulega," segir Guðbjörg.
Hús og heimili Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið D'Angelo er látinn Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira