Öryggisráðið og Íslendingar 3. mars 2005 00:01 Íslendingar hafa tilkynnt að þeir sækist eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010. Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin árið 1998 og var formlega tilkynnt um hana árið 2003. Þá þegar hófst raunverulegur undirbúningur að framboði Íslands til setu í ráðinu og hefur verið unnið að málinu allar götur síðan. Mörgum fannst í mikið ráðist þegar sagt var frá þessum áformum, og nú upp á síðkastið hefur orðið meiri umræða um málið, síðast á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs nú í vikunni, þegar þrír þingmenn tjáðu sig um málið. Þar komu fram mismunandi sjónarmið varðandi framboð Íslendinga til setu í Öryggisráðinu. Þar skiptust menn ekki í hópa í afstöðu sinni eftir stjórn og stjórnarandstöðu og hefur mörgum eflaust komið á óvart afstaða Steingríms J. Sigfússonar, en hún á sér sögulegar rætur. Einar Oddur Kristjánsson hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á framboði Íslands. Þá ber að hafa í huga að hann er nú í flokki með utanríkisráðherra, en ef til vill er hann einmitt að enduróma efasemdir ráðherrans varðandi þetta mál. Slíkt er ekki óhugsandi. Í þessum efnum verða menn að hafa í huga að margt getur gerst á nokkrum árum, og þá ekki síst í pólitík. Frá því Íslendingar tilkynntu um framboð sitt hafa Tyrkir bæst í hóp þeirra ríkja sem sækjast eftir setu í Öryggisráðinu 2009. Framboð þeirra er talið vera mjög sterkt, því þeir hafa verið og eru bandamenn Bandaríkjanna og hafa veitt þeim mikilvæga aðstoð í Íraksstríðinu. Hitt er ekki síður styrkur þeirra að þeir eru taldir brúa bil á milli tveggja menningarheima, og geta þannig látið gott af sér leiða í bættum samskiptum ólíkra þjóða. Íslendingar hafa aldrei átt sæti í ráðinu, en áður mun hafa komið til greina að við sæktumst eftir sætinu. Reglan hefur verið sú að Norðurlöndin hafa átt þar fulltrúa á víxl og stutt hvert annað í kosningum til ráðsins. Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1998 að Íslendingar skyldu stefna að því að eiga fulltrúa í ráðinu var vitað að það gæti fyrst orðið 2009 því aðdragandinn að kosningum í ráðið er langur. Sem kunnugt er eiga Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Frakkar og Rússar fast sæti í sæti í Öryggisráðinu og geta beitt þar neitunarvaldi. Hinir fulltrúarnir tíu eru svo kosnir af Allsherjarþinginu til tveggja ára í senn, en áður hefur ríkjahópum verið úthlutað ákveðnum fjölda sæta í ráðinu. Þannig erum við í svonefndum Vestur-Evrópuhópi, sem nær reyndar bæði til Kanada og Eyjaálfu. Á þeim tveimur árum sem hver þjóð er í Öryggisráðinu kemur það í hlut hennar að gegna þar formennsku um tíma. Á tímum umbrota og átaka í heiminum reynir mjög á formennskulandið, og er þess skemmst að minnast að miklar annir voru hjá Öryggisráðinu í aðdraganda Íraksstríðsins fyrri hluta ársins 2003. Þá voru þar mikil fundahöld, formleg og óformleg, og reyndi mikið á formennskuna þá mánuði. Það er rétt hægt að ímynda sér þann mikla þrýsting sem verið hefði á Íslendingum, hefðum við gegnt formennsku í ráðinu þær örlagaríku vikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Íslendingar hafa tilkynnt að þeir sækist eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á árunum 2009 til 2010. Þessa ákvörðun tók ríkisstjórnin árið 1998 og var formlega tilkynnt um hana árið 2003. Þá þegar hófst raunverulegur undirbúningur að framboði Íslands til setu í ráðinu og hefur verið unnið að málinu allar götur síðan. Mörgum fannst í mikið ráðist þegar sagt var frá þessum áformum, og nú upp á síðkastið hefur orðið meiri umræða um málið, síðast á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs nú í vikunni, þegar þrír þingmenn tjáðu sig um málið. Þar komu fram mismunandi sjónarmið varðandi framboð Íslendinga til setu í Öryggisráðinu. Þar skiptust menn ekki í hópa í afstöðu sinni eftir stjórn og stjórnarandstöðu og hefur mörgum eflaust komið á óvart afstaða Steingríms J. Sigfússonar, en hún á sér sögulegar rætur. Einar Oddur Kristjánsson hefur ekki farið leynt með skoðanir sínar á framboði Íslands. Þá ber að hafa í huga að hann er nú í flokki með utanríkisráðherra, en ef til vill er hann einmitt að enduróma efasemdir ráðherrans varðandi þetta mál. Slíkt er ekki óhugsandi. Í þessum efnum verða menn að hafa í huga að margt getur gerst á nokkrum árum, og þá ekki síst í pólitík. Frá því Íslendingar tilkynntu um framboð sitt hafa Tyrkir bæst í hóp þeirra ríkja sem sækjast eftir setu í Öryggisráðinu 2009. Framboð þeirra er talið vera mjög sterkt, því þeir hafa verið og eru bandamenn Bandaríkjanna og hafa veitt þeim mikilvæga aðstoð í Íraksstríðinu. Hitt er ekki síður styrkur þeirra að þeir eru taldir brúa bil á milli tveggja menningarheima, og geta þannig látið gott af sér leiða í bættum samskiptum ólíkra þjóða. Íslendingar hafa aldrei átt sæti í ráðinu, en áður mun hafa komið til greina að við sæktumst eftir sætinu. Reglan hefur verið sú að Norðurlöndin hafa átt þar fulltrúa á víxl og stutt hvert annað í kosningum til ráðsins. Þegar sú ákvörðun var tekin árið 1998 að Íslendingar skyldu stefna að því að eiga fulltrúa í ráðinu var vitað að það gæti fyrst orðið 2009 því aðdragandinn að kosningum í ráðið er langur. Sem kunnugt er eiga Bandaríkjamenn, Bretar, Kínverjar, Frakkar og Rússar fast sæti í sæti í Öryggisráðinu og geta beitt þar neitunarvaldi. Hinir fulltrúarnir tíu eru svo kosnir af Allsherjarþinginu til tveggja ára í senn, en áður hefur ríkjahópum verið úthlutað ákveðnum fjölda sæta í ráðinu. Þannig erum við í svonefndum Vestur-Evrópuhópi, sem nær reyndar bæði til Kanada og Eyjaálfu. Á þeim tveimur árum sem hver þjóð er í Öryggisráðinu kemur það í hlut hennar að gegna þar formennsku um tíma. Á tímum umbrota og átaka í heiminum reynir mjög á formennskulandið, og er þess skemmst að minnast að miklar annir voru hjá Öryggisráðinu í aðdraganda Íraksstríðsins fyrri hluta ársins 2003. Þá voru þar mikil fundahöld, formleg og óformleg, og reyndi mikið á formennskuna þá mánuði. Það er rétt hægt að ímynda sér þann mikla þrýsting sem verið hefði á Íslendingum, hefðum við gegnt formennsku í ráðinu þær örlagaríku vikur.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun