Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina 24. febrúar 2005 00:01 Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira