Latexhanskar geta vakið ofnæmi 22. febrúar 2005 00:01 Dæmi eru um að fólk með latexofnæmi fái slæm einkenni eftir að hafa borðað matvæli sem snert hafa verið með latexklæddum höndum. "Okkur hafa borist fregnir um að fólk með latexofnæmi fái viðbrögð þegar það borðar mat sem hefur verið snertur með latexhönskum," segir Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Jóhanna sat fyrir svörum á fjölmennu málþingi Náttúrulækningafélags Íslands nýlega sem fjallaði um fæðuóþol og ofnæmi. Þar var líka Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, og staðfesti hann að fram hefðu komið slæm tilfelli sem rekja mætti til notkunar latexhanska í matvælaiðnaði og hjá tannlæknum. Einnig gætu dúkarnir sem tannlæknar vinna í gegnum vakið þessi viðbrögð. Jóhanna segir Umhverfisstofnun stefna að því að ráðast í rannsókn á þessu máli en sökum anna hafi hún ekki náð að koma því verkefni af stað. "Við erum algerlega á byrjunarreit," segir Jóhanna og heldur áfram: "Það stendur til að safna saman sérfræðingum til að ræða þetta en ég hef skoðað gögn um þetta mál og spurst fyrir um það á Norðurlöndunum. Mér vitanlega er enginn búinn að rannsaka þetta til hlítar en ég veit að það eru tvö eða þrjú ríki í Bandaríkjunum búin að banna notkun á latexhönskum út af þessu." Jóhanna segir latexofnæmi ekki algengt. "Við erum auðvitað ekki að tala um stóran hóp. En það sem eykur þörfina á að rannsaka þetta mál er að viðbrögðin geta verið svo alvarleg hjá sumum einstaklingum." Heilsa Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Dæmi eru um að fólk með latexofnæmi fái slæm einkenni eftir að hafa borðað matvæli sem snert hafa verið með latexklæddum höndum. "Okkur hafa borist fregnir um að fólk með latexofnæmi fái viðbrögð þegar það borðar mat sem hefur verið snertur með latexhönskum," segir Jóhanna E. Torfadóttir, sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Jóhanna sat fyrir svörum á fjölmennu málþingi Náttúrulækningafélags Íslands nýlega sem fjallaði um fæðuóþol og ofnæmi. Þar var líka Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, og staðfesti hann að fram hefðu komið slæm tilfelli sem rekja mætti til notkunar latexhanska í matvælaiðnaði og hjá tannlæknum. Einnig gætu dúkarnir sem tannlæknar vinna í gegnum vakið þessi viðbrögð. Jóhanna segir Umhverfisstofnun stefna að því að ráðast í rannsókn á þessu máli en sökum anna hafi hún ekki náð að koma því verkefni af stað. "Við erum algerlega á byrjunarreit," segir Jóhanna og heldur áfram: "Það stendur til að safna saman sérfræðingum til að ræða þetta en ég hef skoðað gögn um þetta mál og spurst fyrir um það á Norðurlöndunum. Mér vitanlega er enginn búinn að rannsaka þetta til hlítar en ég veit að það eru tvö eða þrjú ríki í Bandaríkjunum búin að banna notkun á latexhönskum út af þessu." Jóhanna segir latexofnæmi ekki algengt. "Við erum auðvitað ekki að tala um stóran hóp. En það sem eykur þörfina á að rannsaka þetta mál er að viðbrögðin geta verið svo alvarleg hjá sumum einstaklingum."
Heilsa Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira