Gaman að rölta um og skoða borgina 22. febrúar 2005 00:01 Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það. Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það.
Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira