Menning

Hollt að rífast við eiginmanninn

Konur, rífist sem mest við karlana ykkar. Það er bráðgott fyrir heilsuna. Rannsóknir sýna nefnilega að að þær konur sem þegja þegar karlar þeirrra rífast eru allt að fjórum sinnum líklegri til að látast úr hjartasjúkdómum en þær sem láta í sér heyra. Þá hefur það loksins fengist staðfest: það er beinlínis hollt og gott fyrir konur að rífast við eiginmenn sína. Eða hvað? Bandarískir vísindamenn hafa birt niðurstöður rannsóknar sem sýnir svo ekki verður um villst að þær konur sem lúffa fyrir körlunum sínum og þegja bara þegar þeir rífast eru allt að fjórum sinnum líklegri til að látast úr hjartasjúkdómum en þær konur sem standa uppi í hárinu á körlunum. Vísindamennirnir viðurkenna reyndar að kannski sé það ekki rifrildið sjálft sem hefur áhrif á hjartasjúkdómana heldur persónuleikaeinkenni þeirra kvenna sem lúffa og taka þegjandi við skömmunum frá eiginmönnum sínum. Í sömu rannsókn kom líka fram að körlum er hollast að vera kvæntir því ókvæntir menn eru helmingi líklegri til að látast af hjartasjúkdómum en þeir sem hafa gengið upp að altarinu. En það er eins með þessa niðurstöðu og hina, setja verður þann varnagla að kannski séu þeir menn sem forðast hjónabandið ólíkir hinum að upplagi og það sé þess vegna sem þeir fái frekar hjartasjúkdóma





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.