Ígulkerið skrítnasti maturinn 17. febrúar 2005 00:01 Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur frá barnsaldri haft áhuga á mat og matargerð og eldar alltaf kvöldmat á sínu heimili. "Ég er alltaf að elda eitthvað gríðarlega gott handa henni," segir Valgeir þegar hann er spurður hvað hann muni elda á konudaginn. "Það er orðið svo hversdagslegt að þennan dag myndi ég bjóða henni út að borða." Valgeir segist eiga marga rétti sem að sönnu sé hægt kalla "a la Valgeir", og nefnir þar helstan kjúklingarétt og lambarétt sem hann segir engu líka. "Ég notast við grunnuppskriftir en að öðru leyti spila ég þetta af fingrum fram. Ég er alinn upp í eldhúsinu hjá ömmu og mömmu þannig að ég bý að þessu gamaldags íslenska eldhúsi, en svo þróast þetta auðvitað í takt við tímann. Sá gamaldags heimilismatur sem ég elda helst er kjötsúpa, og svo elda ég auðvitað saltkjöt og baunir þegar það á við." Uppáhaldsmatur Valgeirs er hans eigin kalkún sem hann töfrar alltaf fram á gamlárskvöld. "Þetta er sparimatur sem ég elda um það bil tvisvar á ári, í fyrra eldaði ég hann líka á þakkargjörðardaginn." Skrítnasti matur sem Valgeir hefur bragðað er ígulker sem hann fékk á veitingastaðnum Við tjörnina. "Mér fannst það einkennilegt á bragðið en alls ekki vont. Það má næstum segja að ég sé alæta, nema hvað mér finnst hákarl vondur og borða ekki svið fyrr en búið er að pressa þau." Þó að Valgeir sé fyrirmyndarkokkur og taki undir að hann sé vel alinn, segir hann eiginkonuna kvarta yfir skvettuganginum í eldhúsinu. "Hún segir að ég gangi illa um og óhreinki allt of mikið af áhöldum, sem er alveg rétt, en ég geng nú yfirleitt frá sjálfur," segir hann hlæjandi. Valgeir gefur lesendum uppskrift að taílenskum kjúklingarétti. "Rétturinn er nokkuð sterkur en það ræðst af því hve mikið chili er notað og hvort chili-fræin fá að fara með í réttinn. Ég tek fræin í burtu, mest til að börnin lifi máltíðina af." Matur Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið
Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur frá barnsaldri haft áhuga á mat og matargerð og eldar alltaf kvöldmat á sínu heimili. "Ég er alltaf að elda eitthvað gríðarlega gott handa henni," segir Valgeir þegar hann er spurður hvað hann muni elda á konudaginn. "Það er orðið svo hversdagslegt að þennan dag myndi ég bjóða henni út að borða." Valgeir segist eiga marga rétti sem að sönnu sé hægt kalla "a la Valgeir", og nefnir þar helstan kjúklingarétt og lambarétt sem hann segir engu líka. "Ég notast við grunnuppskriftir en að öðru leyti spila ég þetta af fingrum fram. Ég er alinn upp í eldhúsinu hjá ömmu og mömmu þannig að ég bý að þessu gamaldags íslenska eldhúsi, en svo þróast þetta auðvitað í takt við tímann. Sá gamaldags heimilismatur sem ég elda helst er kjötsúpa, og svo elda ég auðvitað saltkjöt og baunir þegar það á við." Uppáhaldsmatur Valgeirs er hans eigin kalkún sem hann töfrar alltaf fram á gamlárskvöld. "Þetta er sparimatur sem ég elda um það bil tvisvar á ári, í fyrra eldaði ég hann líka á þakkargjörðardaginn." Skrítnasti matur sem Valgeir hefur bragðað er ígulker sem hann fékk á veitingastaðnum Við tjörnina. "Mér fannst það einkennilegt á bragðið en alls ekki vont. Það má næstum segja að ég sé alæta, nema hvað mér finnst hákarl vondur og borða ekki svið fyrr en búið er að pressa þau." Þó að Valgeir sé fyrirmyndarkokkur og taki undir að hann sé vel alinn, segir hann eiginkonuna kvarta yfir skvettuganginum í eldhúsinu. "Hún segir að ég gangi illa um og óhreinki allt of mikið af áhöldum, sem er alveg rétt, en ég geng nú yfirleitt frá sjálfur," segir hann hlæjandi. Valgeir gefur lesendum uppskrift að taílenskum kjúklingarétti. "Rétturinn er nokkuð sterkur en það ræðst af því hve mikið chili er notað og hvort chili-fræin fá að fara með í réttinn. Ég tek fræin í burtu, mest til að börnin lifi máltíðina af."
Matur Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Þórhildur greinir frá kyninu Lífið