Ótrúlega spennandi matseðill 16. febrúar 2005 00:01 "Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir. Food and Fun Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið
"Í ár verður aðal áherslan lögð á fiskinn," segir Stefán Sigurðsson hjá Perlunni en veitingastaðurinn tekur þátt í hátíðinni Food and Fun sem hófst í gær. Til Perlunnar kemur verðlaunakokkurinn Brian McBride sem er yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum Melrose í Washington. Stefán segist afar spenntur vegna matseðilsins sem McBride setti saman. "Fyrsti rétturinn er kryddleginn hörpuskelfiskur, stökk ristaður með sítrónu og vínþrúguolíu, sjávarréttasalati og stökkum kartöflum. Næst er gufusoðinn lax með sveppum, dvergkáli, kampavínsfroðu og kardemommuolíu. Þriðji rétturinn er stökkristaður túnfiskur með kjúklinga foie grasbollum, maukuðu blómkáli, kálfasoðsþykkni og sítrónugras-smjörsósu og svo er mjólkursúkkulaði ís með bananasósu í desert," segir Stefán. "Mér finnst þessi matseðill afar spennandi og það kæmi mér ekki á óvart ef við endum með því að taka hann alveg upp því við verðum alltaf forvitnari og forvitnari eftir því sem við lesum hann oftar." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Þar er ítarleg umfjöllun um Food&Fun matarhátíðina sem nú stendur yfir.
Food and Fun Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið