Grátandi börn fara hjalandi heim 15. febrúar 2005 00:01 Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Nýlega var staddur hér á landi Thomas Atlee, sérfræðingur í höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, en hann hefur rekið og veitt forstöðu skóla í London í 20 ár þar sem meðferðin er kennd. Thomas hefur komið hingað reglulega frá árinu 1991 og haldið námskeið og útskrifað fjölda íslenskra nemenda í þessum fræðum. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, öðru nafni cranio, nýtur vaxandi vinsælda, en í hverju felst þessi meðferð? "Markmiðið er að koma á heilbrigði og jafnvægi á öllum sviðum," segir Thomas. "Meðferðin felst í mildri snertingu en áhrifin eru mjög kröftug og hafa djúpstæð áhrif. Með snertingunni getum við fundið hvar spennan er í líkamanum og virkjað hann sjálfan til að losa um stíflur. Líkaminn hefur einmitt hæfileika til að lækna sig sjálfur, en uppsöfnuð spenna og streita getur hinsvegar komið í veg fyrir að honum takist það. Cranio virkjar þennan innbyggða hæfileika þannig að orkan streymir óhindruð um líkamann." Með cranio er hægt að takast á við hverskonar kvilla, hvort sem er líkamlega eða andlega. "Við getum læknað streitu, háls-, höfuð- og bakverki, meltingarsjúkdóma og þunglyndi svo fátt eitt sé nefnt. Við meðhöndlum líka ungbörn með góðum árangri,en fæðingin sjálf er einmitt algeng ástæða fyrir vandamálum fólks síðar á lífsleiðinni. Fæðingin getur verið erfið og átakamikil og oft fáum við börn til meðferðar sem gráta mikið án sjáanlegrar ástæðu. Læknar segja eðlilegt að ungbörn gráti, en barn grætur ekki nema einhver ástæða sé fyrir því. Með cranio finnum við hvort barn á erfitt eftir fæðinguna og getum komið á jafnvægi. Það er stanslaus straumur til okkar af mæðrum sem koma örmagna með börnin sín sem gráta látlaust og yndislegt að horfa á þau fara brosandi og hamingjusöm út aftur." Thomas segir að ofvirkni og hegðunarvandmál barna og unglinga megi oft rekja til áfalls í fæðingu og cranio geti læknað þessi börn. "Það verður auðvitað að skoða hvert tilfelli fyrir sig og stundum þarf að koma til frekari meðferð samhliða, en þarna, eins og á öðrum sviðum, höfum við náð undraverðum árangri." Heimasíða Félags höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara á Íslandi er www.cranio
Heilsa Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira