Til atlögu við heimilisofbeldi 15. febrúar 2005 00:01 "Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning. Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Heimilisofbeldi er eitt af best geymdu leyndarmálum íslensks samfélags og það getur átt sér stað á ólíklegustu heimilum. Tilgangur þessarar þemaviku Hjálparsíma Rauða krossins er að rjúfa þá þögn sem þolendur slíks ofbeldis búa við og aðstoða þá við að komast út úr þeim vítahring sem þeir eru í," segir Brynhildur Barðadóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Bryndís segir þolendur heimilisofbeldis oft það bælda og niðurbrotna að þeir eigi erfitt með að gefa sig fram. "Einkenni þeirra sem beita ofbeldi er að útiloka fórnarlambið frá eðlilegri umgengni við vini og fjölskyldu, þannig að það hefur engan að leita til," segir hún. Hjálparsíminn 1717 vill þarna grípa inn í og hvetja fólk til að segja frá reynslu sinni, fá andlegan stuðning og vonandi varanleg úrræði. Svarendur hjálparsímans hafa í nokkrum mæli orðið varir við heimilisobeldi til þessa en Bryndís telur tilfellin ekki vera af þeim fjölda að þau séu í réttu hlutfalli við vandamálið í þjóðfélaginu. "Við teljum að mun fleiri þyrftu að leita sér aðstoðar því þó svo fjöldi kvenna komi í Kvennaathvarfið þá er það bara toppurinn á ísjakanum," segir Brynhildur og tekur fram að sjálfboðaliðarnir sem svari í símann 1717 hjá Rauða krossinum hafi fengið ákveðna þjálfun til að koma til hjálpar í svona tilfellum og benda fólki á leiðir útúr vandanum. Hún vill líka geta þess að Hjálparsími Rauða krossins er opinn allan sólarhringinn og að hringingar í hann eru gjaldfrjálsar og ekki skráðar á símareikning.
Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira