Heitasta árið framundan 15. febrúar 2005 00:01 Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira