Reikna þarf dæmið til enda 14. febrúar 2005 00:01 Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason. Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Með nýjum lánum og lánakjörum á fasteignamarkaði breyttist landslagið og fjöldi fólks veit nú ekki sitt rjúkandi ráð þegar kemur að kaupum fasteigna. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við HÍ, hvetur fólk til að hugsa málið til enda áður en íbúð er keypt. Gylliboð bankanna eru þess eðlis að margir hlaupa til án þess að hugsa dæmið til enda og fjárfestingar fólks geta endað með ósköpum. Vilhjálmur Bjarnason, stundakennari við viðskipta- og hagfræðideild HÍ, er með námskeið í Endurmenntunarstofnuninni, en hann segir mikilvægt að fólk viti að hverju það gangi og hugsi lengra fram í tímann. "Sá sem tekur 100% lán í dag er að greiða ígildi húsaleigu framan af lánstímanum, það er að segja lága afborgun. Áhættan sem hann stendur frammi fyrir er hins vegar sú að íbúðin sem hann kaupir í dag kann að verða verðminni en andvirði lánsins eftir einhvern tíma. Verð á fasteignum í dag er í sögulegu samhengi mjög hátt. Hann er þó í sömu stöðu og hinn sem kaupir á 80% láni og er með 20% eigið fé, en sá getur staðið frammi fyrir því að hafa tapað eigin framlagi en eiga þó eignina engu að síður. 100% lántakandinn á sömuleiðis sína íbúð, en skuldar meira en andvirði hennar." Vilhjálmur segir að svo geti verið að viðkomandi hafi sæmilegar tekjur og alltaf möguleiki á að íbúðaverð rísi á ný. "Það standa allir frammi fyrir því í dag að vera að kaupa á tiltölulega háu verði, en það er skuldsetningin sem ræður því hvort menn eiga eitthvað umfram skuldir," segir hann. "Ég veit ekki hvort forsjálnin er almennt nóg í þessum efnum og ég hef tilfinningu fyrir því að fólk standi almennt frekar illa upplýst andspænis íbúðakaupum. Fólk gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvaða samband er á milli greiðslu og tekna. Ef afborgun af íbúð er 100 þúsund krónur á mánuði þýðir það að viðkomandi þarf að hafa 200 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Það þarf að borga skatta og í lífeyrissjóð og margir eru með endurgreiðslu námslána, að ógleymdu því að fólk þarf að lifa. Fólk getur verið að binda sig á klafa, ekki bara í fimm ár heldur allt upp í 40 ár. Svo verða menn að gera það upp við sig hvort þeir vilja vinna fyrir lánastofnanir allt sitt líf." En hvað á fólk að gera? "Undirbúa sig vel, kannski að bíða aðeins með fjárfestingar og reisa sér ekki hurðarás um öxl. Kannski asnalegt að brýna fyrir fólki að spara en það eru skilaboðin þegar upp er staðið." Á námskeiði sem Vilhjálmur er með í Endurmenntunarstofnun HÍ fer hann í gegnum þessi mál með nemendurm sínum "Ég ætla meðal annars að kenna fólki að reikna út greiðslubyrði og bera saman eldri og ný lán," segir Vilhjálmur Bjarnason.
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira