Ekkert hús án kvikinda 14. febrúar 2005 00:01 Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni." Hús og heimili Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Erling Ólafsson dýrafræðingur segir pöddur í öllum húsum, jafnt timburhúsum sem steinhúsum. Flestar þeirra séu skaðlausar en veggjatítlur séu líka landlægar og þær éti upp hús smám saman. "Það er ekkert hús á landinu án kvikinda. Það gildir jafnt sumar og vetur, enda er svipað loftslag innanhúss allt árið. Svo er bara spurning hvernig kvikindi það eru og hvort fólk tekur eftir þeim," segir dýrafræðingurinn Erling Ólafsson á Náttúrufræðistofnun. Hann kveðst oft fá fleiri en eina pöddu á dag frá fólki sem þekki þær ekki. "Ég læt fólk vita hvað er á ferðinni og athuga hvort fólk vilji eða geti gert eitthvað gegn pöddunum sjálft eða ekki. En það er erfitt fyrir mig að gera hernaðarplan án þess að þekkja til aðstæðna því hvert hús er tilfelli fyrir sig," segir hann. Spurður hvort þar séu meindýr á ferð svarar hann: "Sum eru meindýr og önnur ekki og svo getur það verið túlkunaratriði. Sumar tegundir gera ekkert annað en bíta sálina hjá fólki. Þær verða að teljast meindýr líka. Þeim finnst það að minnsta kosti sem eru bitnir." Hann segir alltaf ný kvikindi að berast til landsins, oft með sýktri matvöru, en ekki sé þar með sagt að þau setjist öll hér að. En skyldi vera meira um pöddur í timburhúsum en steinhúsum? "Nei, ekkert frekar. En það getur verið erfiðara við þær að eiga í timburhúsum, vegna holrýmis inni í veggjum," svarar hann. Margir muna eftir veggjatítluhúsinu í Hafnarfirði sem varð að rífa. Erling segir veggjatítlur vera landlægar hér. Hús líði fyrir þær og þau verði smám saman étin upp. "Fasteignasalar eru orðnir meira meðvitaðir um þetta í seinni tíð og eru á varðbergi þegar gömul timburhús eru annars vegar. Enda verður fólk að spyrjast fyrir og fá fagmannlegan smið til að skoða ástand viðarins," segir Erling. Spurður hvort hann sé með spennandi pöddur í kringum sig á þessari stundu svarar hann: "Ég er alltaf með skemmtilegar pöddur í kringum mig. Annars væri ég ekki í þessu. En þær eru ekki endilega bundnar húsum. Minn hugur er meira í þeirri fánu sem finnst úti í náttúrunni."
Hús og heimili Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira