Halldór, Hannes og Steingrímur J 10. febrúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Halldór Guðmundsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Þeir munu ræða um bækur sínar um Halldór Laxness, en einnig um nýjar upplýsingar sem birtast í Mannlífi og benda til þess að sjálfur J. Edgar Hoover hafi haft afskipti af Halldóri og komið í veg fyrir útgáfu á bókum hans. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað má nefna Steingrím J. Sigfússon og Pétur H. Blöndal. Meðal umræðuefna í þættinum verður hátt gengi krónunnar og örðugleikar sem hljótast af því, hinn lági dollar og feikileg skuldasöfnun Bandaríkjanna, miklar fjárfestingar íslenskra fyrirtækja og eignatengsl í þeim, klæðaburður á Alþingi og áreiðanlega ýmislegt fleira. Þátturinn er í opinni dagskrá í hádeginu á sunnudag, hefst klukkan tólf. Hann er svo endursýndur síðla kvölds, en einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun