Vinnan oft ágætis líkamsrækt 8. febrúar 2005 00:01 Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært." Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Aino Freyja Järvelä er önnum kafin kona með mörg járn í eldinum. Hún er sjálfstætt starfandi leikkona, dansari, leikstjóri og leiðsögumaður. Eins og þetta sé ekki nóg þá tók hún nýverið við starfi ritstjóra tímaritsins Í formi. Svo það liggur beint við að spyrja hvernig hún heldur sér í formi." Það fer eftir veðri og vindum. Mér finnst mjög gott að fara í sund og svo tók ég upp á því í fyrra að hlaupa úti og hljóp sjö kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Hlaupin detta niður á veturna því ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því að hlaupa í kulda, hálku og roki. Á fimmtudögum hitti ég systur mína og saumaklúbbinn hennar og annaðhvort göngum við rösklega eða hlaupum. Á eftir förum við svo í sund þar sem systir mín er að kenna mér skriðsund. Ég syndi yfirleitt hálfan kílómetra á fimmtudögum en annars heilan. Á sumrin legg ég bílnum og hjóla minna ferða. Ég reyni að koma hreyfingunni inn í daglega lífið og geng milli staða frekar en að keyra. Ég kenni dans í sviðslistadeild Námsflokka Hafnarfjarðar og það er ofsalega gaman. Mig langar að fara aftur í dans. Dansinn reynir á alla vöðva og samhæfingu og flæði og allt. Svo er ég oft að leika í líkamlega krefjandi sýningum og þá er vinnan eiginlega orðin að líkamsrækt." Hún hefur líka grætt á því að vinna við tímaritið Í formi. "Ég finn oft lausnir í blaðinu og prófa það sem þar er kynnt á sjálfri mér. Þó fer aðeins eftir hvað það er. Ég held til dæmis að ég eigi dálítið langt í að hlaupa úti á veturna." En hvað gerir hún þegar veðrið er vont? "Ég fór á námskeið í Rope Yoga fyrir ári og þegar veðrið kemur í veg fyrir að ég fari í sund eða út að hlaupa eða hjóla þá geri ég nokkrar æfingar og það er alveg frábært."
Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira