Sólarljós gott gegn krabbameini 2. febrúar 2005 00:01 Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini. Erlent Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Allt er í heiminum hverfult. Þvert ofan í það sem áður var talið sýna tvær nýjar rannsóknir að sólarljós getur haft jákvæð áhrif gegn krabbameini og jafnvel stöðvað vöxt þess. Þessar óvæntu niðurstöður komu í ljós, annars vegar í rannsókn sem gerð var á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð og hins vegar í rannsókn vísindamanna við háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Í ljós kom að sólarljós hafði bætandi áhrif á bæði eitlakrabbamein, sem ekki er af Hodgkins-tegund, sem og illkynja húðkrabbamein. Samkvæmt sænsku rannsókninni er til að mynda 30-40% minni líkur á því að fólk sem stundar sólböð fái eitlakrabbamein. Vísindamennirnir slá varnagla og segja að kannski sé hægt að reka þessi jákvæðu áhrif sólarljóssins til þess að húð manna framleiðir D-vítamín þegar hún kemst í snertingu við sól. Það gæti því verið D-vítamínið frekar en sólarljósið sem veldur þessu. Niðurstöðurnar eru svo sannarlega umdeildar því heilbrigðisstarfsmenn hafa undanfarin ár rekið gríðarmikinn áróður gegn of miklum sólböðum. Reyndar munu þessar niðurstöður ekki hafa nein áhrif þar á því fólk er áfram hvatt til að verja húð sína gegn of mikilli sól enda geti hún valdið krabbameini.
Erlent Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira