Steingrímur og Róbert í Silfrinu 27. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun