Blómin næra sálina 20. janúar 2005 00:01 "Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstaklega núna til að lýsa upp skammdegið. Það hendir blómunum þegar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm," segir Berta Heiðarsdóttir hjá Blómagallerí á Hagamel 67 í Reykjavík. "Núna er túlípanatími og eru þeir tvímælalaust vinsælastir. Svo eru það svokölluð vorblóm sem eru í pastellitum og minna okkur á að vorið er á næsta leiti," segir Berta og bætir við að valið á blómum sé mismunandi eftir því hvort fólk kaupi þau fyrir sjálft sig eða aðra. "Ef fólk kaupir blóm fyrir sjálft sig kaupir það nokkur blóm og yfirleitt bara eina sort eins og túlípanabúnt eða tíu rósir. Mjög stílhreint og minimalískt. Ef fólk er að kaupa í gjöf þá vill það hafa vendina svolítið spes og blandaðri. Síðan eru pottablómin að koma sterk inn núna. Margir kaupa tvö saman og hafa í glugga og skipta svo út á nokkurra mánaða fresti. Það er miklu skemmtilegra að skipta sífellt um blóm en að hafa sömu styttuna í mörg ár." Starfsmenn Blómagallerís eru auðvitað fagmenn og geta vel leiðbeint fólki sem ef til vill hefur ekki tekist vel að halda lífi í sínum blómum. "Það er alltaf von. Hver segir að blóm þurfi að lifa ár eftir ár? Það eru mörg blóm sem lifa kannski bara í tvo til þrjá mánuði þannig að fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að lífga upp á heimilið sitt með blómum. Mér finnst að fólk ætti tvímælalaust að kaupa blóm fyrir sjálft sig. Þau næra sálina." Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
"Afskorin blóm eru mikið keypt þessa dagana. Fólk er farið að kaupa sér blóm frekar en styttu og skiptir reglulega út, sérstaklega núna til að lýsa upp skammdegið. Það hendir blómunum þegar þau eru búin með líftíma sinn og kemur aftur viku eftir viku til að kaupa sér ný og falleg blóm," segir Berta Heiðarsdóttir hjá Blómagallerí á Hagamel 67 í Reykjavík. "Núna er túlípanatími og eru þeir tvímælalaust vinsælastir. Svo eru það svokölluð vorblóm sem eru í pastellitum og minna okkur á að vorið er á næsta leiti," segir Berta og bætir við að valið á blómum sé mismunandi eftir því hvort fólk kaupi þau fyrir sjálft sig eða aðra. "Ef fólk kaupir blóm fyrir sjálft sig kaupir það nokkur blóm og yfirleitt bara eina sort eins og túlípanabúnt eða tíu rósir. Mjög stílhreint og minimalískt. Ef fólk er að kaupa í gjöf þá vill það hafa vendina svolítið spes og blandaðri. Síðan eru pottablómin að koma sterk inn núna. Margir kaupa tvö saman og hafa í glugga og skipta svo út á nokkurra mánaða fresti. Það er miklu skemmtilegra að skipta sífellt um blóm en að hafa sömu styttuna í mörg ár." Starfsmenn Blómagallerís eru auðvitað fagmenn og geta vel leiðbeint fólki sem ef til vill hefur ekki tekist vel að halda lífi í sínum blómum. "Það er alltaf von. Hver segir að blóm þurfi að lifa ár eftir ár? Það eru mörg blóm sem lifa kannski bara í tvo til þrjá mánuði þannig að fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að lífga upp á heimilið sitt með blómum. Mér finnst að fólk ætti tvímælalaust að kaupa blóm fyrir sjálft sig. Þau næra sálina."
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira