Aukið gagnsæi er öllum til góðs 12. janúar 2005 00:01 Á ráðstefnu Fjármálaeftirltisins á mánudag var töluvert fjallað um upplýsingagjöf þegar eftirlitsstofnanir taka til rannsóknar meintar misfellur í viðskiptum. Ljóst er að nokkuð skiptar skoðanir eru meðal bankamanna um það hvort aukið gagnsæi í slíkum málum sé til góðs. Í ræðum sínum hvöttu Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, til þess að farið yrði gætilega í slíkri upplýsingagjöf. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var hins vegar á nokkuð annarri línu og hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að greina nánar frá þeim málum sem það vinnur að. Hér takast á tvö sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið að verja þurfi fyrirtæki fyrir óheppilegri umræðu, meðal annars á þeirri forsendu að almenningur, stjórnmálamenn, fjölmiðlar og hluthafar séu ófærir um að vega og meta slíkar upplýsingar. Samkvæmt þessari skoðun er heppilegra að ábyrgir menn setjist niður í ró og næði og ráði fram úr málum bak við luktar dyr en að fjallað sé um þau á opnum vettvangi. Hitt sjónarmiðið felur í sér að forsvarsmenn fyrirtækja óttist ekki umræðu um starfsaðferðir sínar. Það felur í sér þá trú á fólki að það sé fært um að leggja skynsamlegt mat á það hvort og hvenær eðlilegt sé að gera athugasemdir við störf og ákvarðanir aðila á markaði. Frjálst og óheft aðgengi að upplýsingum er grundvallarstoð markaðshagkerfis. Án þeirrar forsendu hverfa ýmsir af kostum þess eins og hendi sé veifað. Mikilvægt er að gagnsæi í viðskiptalífinu aukist enn frekar. Samhliða slíkri þróun er þó einnig mikilvægt að viðbrögð við slíkri upplýsingagjöf séu hófstillt. Eins er mikilvægt, eins og fram kom í viðtali við Howard Davies í Fréttablaðinu í gær, að Fjármálaeftirlitið njóti sjálfstæðis í störfum sínum og sé hafið yfir pólitískt dægurþras. Engum manni dettur í hug að gera þá kröfu til meðbræðra sinna að þeir séu gallalausir eða geri aldrei mistök. Það þykir hins vegar eðlileg krafa í mannlegum samskiptum að fólk axli ábyrgð gjörða sinna og leitist við að bæta úr þeim skaða sem það kann að hafa valdið. Sömu kröfur á að gera til fyrirtækja. Hreinskilni á aldrei að verða fyrirtækjum til miska. Öfgafull viðbrögð við smávægilegum misfellum í rekstri eru ekki til þess fallin að auka líkur á því að gagnsæi á markaði aukist. Því miður gætir þess stundum í umfjöllun stjórnmálamanna og fjölmiðla um viðskiptalífið að smávægileg mál eru blásin upp og notuð sem röksemdir til að draga úr tiltrú fólks á heiðarleika og siðferði í viðskiptum. Slíkar tilhneigingar eru samfélagslegt mein sem getur leitt af sér mikla ógæfu ef þær hafa þá afleiðingu að þrengt verði að möguleikum íslenskra fyrirtækja til að stunda samkeppni, uppbyggingu, útrás og verðmætasköpun. Markaðsviðskipti eru tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi og því er umhverfi þeirra um margt óþroskað. Til þess að markaðsfrelsi skili ávinningi til þjóðarinnar er ekki nóg að gera þá kröfu til kaupsýslumanna að þeir þroskist. Það þurfa stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk einnig að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Á ráðstefnu Fjármálaeftirltisins á mánudag var töluvert fjallað um upplýsingagjöf þegar eftirlitsstofnanir taka til rannsóknar meintar misfellur í viðskiptum. Ljóst er að nokkuð skiptar skoðanir eru meðal bankamanna um það hvort aukið gagnsæi í slíkum málum sé til góðs. Í ræðum sínum hvöttu Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, til þess að farið yrði gætilega í slíkri upplýsingagjöf. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, var hins vegar á nokkuð annarri línu og hvatti Fjármálaeftirlitið til þess að greina nánar frá þeim málum sem það vinnur að. Hér takast á tvö sjónarmið. Annars vegar er það sjónarmið að verja þurfi fyrirtæki fyrir óheppilegri umræðu, meðal annars á þeirri forsendu að almenningur, stjórnmálamenn, fjölmiðlar og hluthafar séu ófærir um að vega og meta slíkar upplýsingar. Samkvæmt þessari skoðun er heppilegra að ábyrgir menn setjist niður í ró og næði og ráði fram úr málum bak við luktar dyr en að fjallað sé um þau á opnum vettvangi. Hitt sjónarmiðið felur í sér að forsvarsmenn fyrirtækja óttist ekki umræðu um starfsaðferðir sínar. Það felur í sér þá trú á fólki að það sé fært um að leggja skynsamlegt mat á það hvort og hvenær eðlilegt sé að gera athugasemdir við störf og ákvarðanir aðila á markaði. Frjálst og óheft aðgengi að upplýsingum er grundvallarstoð markaðshagkerfis. Án þeirrar forsendu hverfa ýmsir af kostum þess eins og hendi sé veifað. Mikilvægt er að gagnsæi í viðskiptalífinu aukist enn frekar. Samhliða slíkri þróun er þó einnig mikilvægt að viðbrögð við slíkri upplýsingagjöf séu hófstillt. Eins er mikilvægt, eins og fram kom í viðtali við Howard Davies í Fréttablaðinu í gær, að Fjármálaeftirlitið njóti sjálfstæðis í störfum sínum og sé hafið yfir pólitískt dægurþras. Engum manni dettur í hug að gera þá kröfu til meðbræðra sinna að þeir séu gallalausir eða geri aldrei mistök. Það þykir hins vegar eðlileg krafa í mannlegum samskiptum að fólk axli ábyrgð gjörða sinna og leitist við að bæta úr þeim skaða sem það kann að hafa valdið. Sömu kröfur á að gera til fyrirtækja. Hreinskilni á aldrei að verða fyrirtækjum til miska. Öfgafull viðbrögð við smávægilegum misfellum í rekstri eru ekki til þess fallin að auka líkur á því að gagnsæi á markaði aukist. Því miður gætir þess stundum í umfjöllun stjórnmálamanna og fjölmiðla um viðskiptalífið að smávægileg mál eru blásin upp og notuð sem röksemdir til að draga úr tiltrú fólks á heiðarleika og siðferði í viðskiptum. Slíkar tilhneigingar eru samfélagslegt mein sem getur leitt af sér mikla ógæfu ef þær hafa þá afleiðingu að þrengt verði að möguleikum íslenskra fyrirtækja til að stunda samkeppni, uppbyggingu, útrás og verðmætasköpun. Markaðsviðskipti eru tiltölulega nýtt fyrirbæri á Íslandi og því er umhverfi þeirra um margt óþroskað. Til þess að markaðsfrelsi skili ávinningi til þjóðarinnar er ekki nóg að gera þá kröfu til kaupsýslumanna að þeir þroskist. Það þurfa stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk einnig að gera.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun