Hrafninn í sjóræningjaútgáfu 13. október 2005 15:20 "Mig óraði ekki fyrir því að myndin væri þetta eftirsóknarverð. Það segir mér bara að einhver vill horfa á myndina og það er ánægjulegt að einhver hafi áhuga á henni," segir Hrafn. Notendur vefsvæðisins PirateBay.org eru mishrifnir af kvikmyndinni. Á spjallsvæði notenda segjast sumir hafa leitað lengi að myndinni og að hún sé "költ" á meðan aðrir segjast ekki skilja hvernig fólk geti hrifist af henni; leikurinn, tónlistin, kvikmyndatakan og fleira séu arfaslök. "Ég er skíthræddur að kvalitetið og formið á myndinni fari til spillis í sjóræningjaútgáfunni. Það fer meðal annars úr köntunum á henni. Þetta er eins og með bootleg-tökur af lögum, þú færð aldrei sömu gæðin," segir Hrafn. "Myndin virðist klassísk að því leyti að hún er alltaf að skjóta upp kollinum á furðulegustu stöðum." Hrafn vinnur nú sjálfur að útgáfu myndarinnar á DVD-disk fyrir alþjóðlegan markað. Á ensku ber myndin nafnið When the Raven Flies. "Ég ætla að semja um að hún komi út á sem flestum tungumálum. Ég er búinn að semja um að hún komi út með spænsku, ensku og frönsku tali, allt eftir vali áhorfenda, auk þess sem hægt verður að kalla fram texta á kínversku, sænsku, þýsku og arabísku. Það er skemmtilegast þegar myndin er döbbuð (talsett). Hún var döbbuð á þýsku á sínum tíma en ég finn þá útgáfu því miður ekki." Á DVD-diskinum, sem er væntanlegur um páska, verður einnig að finna ýtarefni, þar á meðal upprunalegu tónlistina og viðtöl við leikara um gerð myndarinnar. Hrafn óttast ekki samkeppnina við sjóræningjamarkaðinn: "Ég býst við að þeir sem tryggi sér sjóræningjaútgáfuna muni einnig fá sér DVD-diskinn þegar hann kemur út." Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Mig óraði ekki fyrir því að myndin væri þetta eftirsóknarverð. Það segir mér bara að einhver vill horfa á myndina og það er ánægjulegt að einhver hafi áhuga á henni," segir Hrafn. Notendur vefsvæðisins PirateBay.org eru mishrifnir af kvikmyndinni. Á spjallsvæði notenda segjast sumir hafa leitað lengi að myndinni og að hún sé "költ" á meðan aðrir segjast ekki skilja hvernig fólk geti hrifist af henni; leikurinn, tónlistin, kvikmyndatakan og fleira séu arfaslök. "Ég er skíthræddur að kvalitetið og formið á myndinni fari til spillis í sjóræningjaútgáfunni. Það fer meðal annars úr köntunum á henni. Þetta er eins og með bootleg-tökur af lögum, þú færð aldrei sömu gæðin," segir Hrafn. "Myndin virðist klassísk að því leyti að hún er alltaf að skjóta upp kollinum á furðulegustu stöðum." Hrafn vinnur nú sjálfur að útgáfu myndarinnar á DVD-disk fyrir alþjóðlegan markað. Á ensku ber myndin nafnið When the Raven Flies. "Ég ætla að semja um að hún komi út á sem flestum tungumálum. Ég er búinn að semja um að hún komi út með spænsku, ensku og frönsku tali, allt eftir vali áhorfenda, auk þess sem hægt verður að kalla fram texta á kínversku, sænsku, þýsku og arabísku. Það er skemmtilegast þegar myndin er döbbuð (talsett). Hún var döbbuð á þýsku á sínum tíma en ég finn þá útgáfu því miður ekki." Á DVD-diskinum, sem er væntanlegur um páska, verður einnig að finna ýtarefni, þar á meðal upprunalegu tónlistina og viðtöl við leikara um gerð myndarinnar. Hrafn óttast ekki samkeppnina við sjóræningjamarkaðinn: "Ég býst við að þeir sem tryggi sér sjóræningjaútgáfuna muni einnig fá sér DVD-diskinn þegar hann kemur út."
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira