Fjórða hamingjusamasta þjóðin 10. janúar 2005 00:01 Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum. Heilsa Innlent Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum.
Heilsa Innlent Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira