Aðeins fyrir karla fyrir utan Vigdísi 30. nóvember 2005 14:00 "Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga." Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Sjá meira
"Við vonumst til þess að fylla salinn af körlum," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra, sem boðar til karlaráðstefnu um jafnréttismál í Salnum í Kópavogi á morgun. Einungis karlar fá að taka til máls á ráðstefnunni, með einni undantekningu þó því Vigdís Finnbogadóttir ávarpar ráðstefnuna og situr hana sem heiðursgestur og verndari. Upphaflega er þetta hugmynd Vigdísar sem hún setti fram á ráðstefnu í Borgarleikhúsinu fyrir ári, þar sem hún leit fram í salinn og spurði: Hvar eru karlarnir? Árni tók Vigdísi á orðinu og þau hittust til að ræða þessa hugmynd, að halda sérstaka karlaráðstefnu um jafnréttismál. Árni hefur síðan unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt þeim Bjarna Ármannssyni, Gunnari Páli Pálssyni, Ingólfi V. Gíslasyni, Ólafi Stephensen og Runólfi Ágústssyni. Allir munu þeir flytja framsöguerindi á ráðstefnunni og einnig mun Þráinn Bertelsson flytja þar erindi. Ennfremur stýrir Egill Helgason tvennum pallborðsumræðum. Á öðru pallborðinu sitja ungir karlmenn úr stjórnmálaflokkunum en á hinu pallborðinu reynsluboltar sem unnið hafa að ýmsum þáttum sem snúa að jafnréttismálum frá sjónarhóli karla. Árni segir uppsetningu ráðstefnunnar sérstaklega miðast við að hún falli að óskum karla. "Þetta verða stutt og hnitmiðuð erindi, brotin upp með kaffihléi og pallborðsumræðum. Vonandi verður síðan snörp umræða og skörp. Ekki verður gert ráð fyrir því að konur sæki ráðstefnuna, að Vigdísi undanskilinni. Nokkuð margar konur hafa hins vegar sagt við mig að þær gætu alveg hugsað sér að vera fluga á vegg. En ég get huggað þær með því að ráðstefnan verður tekin upp og hún verður aðgengileg á netinu innan fárra daga."
Menning Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Beinir ríkisstyrkir ekkert endilega eina svarið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Sjá meira