Sælla er að gefa en að þiggja 29. nóvember 2005 06:00 Aðventan er gengin í garð. Einstakur og sérstakur tími eftirvæntingar og tilhlökkunar og biðin eftir jólunum er hafin. Að þessu sinni hefst aðventa óvenju snemma og verður ekki lengri þar sem aðfangadag ber upp á laugardag. Væri hann sunnudagur væri hann jafnframt fjórði og síðasti sunnudagur í aðventu. Nú ber svo við að aðventan hefst nær fimm vikum fyrir jól. Annað orð yfir þennan sama tíma er jólafasta. Það orð minnir okkur á þá fornu hefð að fasta fyrir jólin, hreinsa líkama og sál og undirbúa okkur fyrir fæðingu frelsarans sjálfs. Enn er aðventan mikilvæg í hugum okkar þótt lítið fari kannski fyrir hreinsunum hjá flestum. Þvert á móti hefur óhóf aðventunnar orðið æ meira og þrýstingur samfélagsins eykst ár frá ári. Sjálf er ég af þeirri kynslóð að vilja njóta haustsins sem lengst, ekki síst á síðustu árum með mildara tíðarfari. Jólaundirbúning finnst mér alls ekki við hæfi að hefja fyrr en á aðventu, hvorki í sál né líkama. Þess vegna angrar mig mjög áreiti auglýsingamiðla, sem færist framar með hverju árinu. Til skamms tíma hélt Ríkisútvarpið þann ágæta sið að hefja ekki að leika jólalög fyrr en í desember en sá siður virðist aflagður eins og margir góðir. Að öllu jöfnu er þó hægt að leiða þetta áreiti hjá sér að mestu leyti og ég legg mig alla fram við það fram að mánaðamótum. Þó var ég með öllu varnarlaus þegar mjólkin var komin í jólabúninginn um miðjan nóvember og líkaði illa sú innrás í ísskáp heimilisins. Það skal viðurkennt að ég hef ekki rætt þessa innrás jólaundirbúnings inn í nóvember og reyndar allt fram í október við marga og þaðan af síður gert vísindalega úttekt á afstöðu fólks en engan hef ég enn heyrt mæla þessu bót. Viðmælendur mínir, sem flestir teljast til vina og kunningja, eru heldur mæddir og vilja helst vera lausir við áreitið þar til aðventan gengur í garð. Þá er líka sjálfsagt að setja sig í nokkrar stellingar og undirbúa þessa stórhátíð ljóss og friðar. Nú deila ekki allir trú þjóðkirkjunnar en jafnvel þeir sem eru annarar trúar eða jafnvel engrar trúar ættu að finna fagnaðarefni á þessum árstíma hér uppi undir og við heimskautsbaug þar sem vetrarmyrkrið ræður ríkjum drjúgan hluta ársins. Þann 21. desember eru nefnilega vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Næsti dagur, 22. desember er hænufetinu lengri og svo lengjast hver af öðrum fram í sumarið. Allir Íslendingar, bornir eða aðfluttir, ættu að fagna þeim tímamótum, hver sem trú þeirra er. Of margir þurfa þó að kvíða jólum. Þeim sem ekki geta tekið þátt í jólahaldi nútímans með óhófi á öllum sviðum; jafnt í mat og gjafaflóði sem fatakaupum og öðrum innkaupum af ýmsu tagi, finnst þeir settir hjá. Sumir eiga jafnvel ekki fjölskyldur til að njóta aðventunnar með né heldur jólanna. Þeir kvíða einveru og árlega heyrum við af fólki sem á í engin hús að venda. Sem betur fer hleypur gott fólk undir bagga með þeim sem minna mega sín. Þar á meðal má telja hjálparstarf kirkjunnar, mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn. Þessir aðilar og fleiri sem starfa á svipuðum nótum byggjast upp á sjálfboðavinnu annars vegar og gjöfum almennings og fyrirtækja hins vegar. Sjálfboðaliðar á Íslandi eru ótrúlegur og merkilegur hópur fólks sem gefur tíma sinn til að öðrum megi líða betur og vera öruggari í samfélaginu. Án þessara sjálfboðaliða væru margir enn verr settir en ella og þykir sjálfsagt mörgum nóg um samt. Hópur sjálfboðaliða gefur t.d. aðfangadagskvöld sitt á hverju ári til að byggja upp og halda jól fyrir heimilislausa og einmana samborgara sína hjá Hjálpræðishernum. Mæðrastyrksnefnd aðstoðar fátækar fjölskyldur allt árið en umsóknum fjölgar stórlega fyrir jólin. Ef við, sem erum aflögufær, leggjum öll eitthvað af mörkum til þessarar sjálfboðaliðahreyfingar, undir hvaða merkjum sem hún starfar, byggjum við upp hinn sanna jólaanda. Jafnvel Skröggur, sá víðfrægi nirfill, áttaði sig á þessu í tíma. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja eins og þar stendur. Hvernig væri að draga aðeins úr okkar eigin neyslu og leggja frekar eitthvað af mörkum til þeirra sem minna mega sín? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Aðventan er gengin í garð. Einstakur og sérstakur tími eftirvæntingar og tilhlökkunar og biðin eftir jólunum er hafin. Að þessu sinni hefst aðventa óvenju snemma og verður ekki lengri þar sem aðfangadag ber upp á laugardag. Væri hann sunnudagur væri hann jafnframt fjórði og síðasti sunnudagur í aðventu. Nú ber svo við að aðventan hefst nær fimm vikum fyrir jól. Annað orð yfir þennan sama tíma er jólafasta. Það orð minnir okkur á þá fornu hefð að fasta fyrir jólin, hreinsa líkama og sál og undirbúa okkur fyrir fæðingu frelsarans sjálfs. Enn er aðventan mikilvæg í hugum okkar þótt lítið fari kannski fyrir hreinsunum hjá flestum. Þvert á móti hefur óhóf aðventunnar orðið æ meira og þrýstingur samfélagsins eykst ár frá ári. Sjálf er ég af þeirri kynslóð að vilja njóta haustsins sem lengst, ekki síst á síðustu árum með mildara tíðarfari. Jólaundirbúning finnst mér alls ekki við hæfi að hefja fyrr en á aðventu, hvorki í sál né líkama. Þess vegna angrar mig mjög áreiti auglýsingamiðla, sem færist framar með hverju árinu. Til skamms tíma hélt Ríkisútvarpið þann ágæta sið að hefja ekki að leika jólalög fyrr en í desember en sá siður virðist aflagður eins og margir góðir. Að öllu jöfnu er þó hægt að leiða þetta áreiti hjá sér að mestu leyti og ég legg mig alla fram við það fram að mánaðamótum. Þó var ég með öllu varnarlaus þegar mjólkin var komin í jólabúninginn um miðjan nóvember og líkaði illa sú innrás í ísskáp heimilisins. Það skal viðurkennt að ég hef ekki rætt þessa innrás jólaundirbúnings inn í nóvember og reyndar allt fram í október við marga og þaðan af síður gert vísindalega úttekt á afstöðu fólks en engan hef ég enn heyrt mæla þessu bót. Viðmælendur mínir, sem flestir teljast til vina og kunningja, eru heldur mæddir og vilja helst vera lausir við áreitið þar til aðventan gengur í garð. Þá er líka sjálfsagt að setja sig í nokkrar stellingar og undirbúa þessa stórhátíð ljóss og friðar. Nú deila ekki allir trú þjóðkirkjunnar en jafnvel þeir sem eru annarar trúar eða jafnvel engrar trúar ættu að finna fagnaðarefni á þessum árstíma hér uppi undir og við heimskautsbaug þar sem vetrarmyrkrið ræður ríkjum drjúgan hluta ársins. Þann 21. desember eru nefnilega vetrarsólstöður og þar með stysti dagur ársins. Næsti dagur, 22. desember er hænufetinu lengri og svo lengjast hver af öðrum fram í sumarið. Allir Íslendingar, bornir eða aðfluttir, ættu að fagna þeim tímamótum, hver sem trú þeirra er. Of margir þurfa þó að kvíða jólum. Þeim sem ekki geta tekið þátt í jólahaldi nútímans með óhófi á öllum sviðum; jafnt í mat og gjafaflóði sem fatakaupum og öðrum innkaupum af ýmsu tagi, finnst þeir settir hjá. Sumir eiga jafnvel ekki fjölskyldur til að njóta aðventunnar með né heldur jólanna. Þeir kvíða einveru og árlega heyrum við af fólki sem á í engin hús að venda. Sem betur fer hleypur gott fólk undir bagga með þeim sem minna mega sín. Þar á meðal má telja hjálparstarf kirkjunnar, mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn. Þessir aðilar og fleiri sem starfa á svipuðum nótum byggjast upp á sjálfboðavinnu annars vegar og gjöfum almennings og fyrirtækja hins vegar. Sjálfboðaliðar á Íslandi eru ótrúlegur og merkilegur hópur fólks sem gefur tíma sinn til að öðrum megi líða betur og vera öruggari í samfélaginu. Án þessara sjálfboðaliða væru margir enn verr settir en ella og þykir sjálfsagt mörgum nóg um samt. Hópur sjálfboðaliða gefur t.d. aðfangadagskvöld sitt á hverju ári til að byggja upp og halda jól fyrir heimilislausa og einmana samborgara sína hjá Hjálpræðishernum. Mæðrastyrksnefnd aðstoðar fátækar fjölskyldur allt árið en umsóknum fjölgar stórlega fyrir jólin. Ef við, sem erum aflögufær, leggjum öll eitthvað af mörkum til þessarar sjálfboðaliðahreyfingar, undir hvaða merkjum sem hún starfar, byggjum við upp hinn sanna jólaanda. Jafnvel Skröggur, sá víðfrægi nirfill, áttaði sig á þessu í tíma. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja eins og þar stendur. Hvernig væri að draga aðeins úr okkar eigin neyslu og leggja frekar eitthvað af mörkum til þeirra sem minna mega sín?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun