Þær horfa til Evrópu 20. nóvember 2005 08:00 Metum varnarþörfina Umræður um skýrslu Geirs. H. Haarde um utanríkismál þjóðarinnar stóðu klukkustundum saman síðastliðinn fimmtudag. Stjórnarandstæðingar stöldruðu sérstaklega við óvissuna sem upp er komin í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um endurskoðun og framkvæmd varnarsamningsins, sem haldið hefur allar götur frá 1951. Í lok ræðu sinnar sagði Geir: "Utanríkisstefna Íslands byggist sem fyrr á gæslu hagsmuna lands og þjóðar og öflugu fyrirsvari gagnvart öðrum ríkjum. Hins vegar hefur sú þróun jafnframt orðið áberandi hin síðari ár að auk beinnar hagsmunagæslu að Íslendingar taki í ríkari mæli þátt í alþjóðlegum verkefnum sem ekki tengjast íslenskum hagsmunum með beinum hætti." Þessi orð utanríkisráðherra urðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, tilefni til gagnrýni og spurði hún hvert erindi Íslendinga ætti að vera á alþjóðavettvangi. Þótti henni utanríkisráðherra skauta létt yfir varnarmálin og bað um útskýringar á stefnunni gagnvart Bandaríkjamönnum. "Ég geri ráð fyrir því að ráðamenn hljóti að treysta sér í slíkar útskýringar. Að þeir hljóti að hafa það fast land undir fótum að þeir geti sett fram skiljanlegar kröfur og útskýrt þær fyrir öllu venjulegu fólki." Ingibjörg sagði að það yrði að tryggja varnir landsins. Spurningin væri hver lágmarksviðbúnaður væri. "Eru það fjórar orrustuþotur? Kannski. Til þess að geta svarað þeirri spurningu þarf að vinna raunhæft hættumat og meta þá vá sem að okkur getur helst steðjað og hvaða varnarviðbúnað þurfi til þess að takast á við hana." Taldi Ingibjörg líklegt að ríkisstjórnin legðist gegn slíku mati vegna þess að út úr því gæti komið að ekki væri þörf á miklum viðbúnaði. Og það gæti rennt stöðum undir þær óskir Bandaríkjamanna allt frá árinu 1993 að fara af landi brott með F 15 - flugsveitina og allt sem henni fylgir. "Það er býsna mikið sem henni fylgir... Fyrrverandi forsætisráðherra og sá núverandi hafa báðir látið á sér skiljast að náist þetta markmið ekki fram hafi herinn einfaldlega ekkert hér að gera... þá verði varnarsamningnum einfaldlega sagt upp. Þetta hljómar einkennilega í eyrum margra því að mörgum finnst nú lítil hótun fólgin í því að segja hernum að fara af landi brott með öll sín tæki og tól, sem er einmitt það sem hann vill." Hótunin er pólitísk að mati Ingibjargar. Hótun um að færa sig af hinu bandaríska áhrifasvæði í utanríkismálum yfir á hið evrópska. En þótt Íslendingar gætu átt öryggissamfélag með Evrópubúum væri ekki á vísan að róa. "Hin sameiginlega utanríkis- og varnarstefna Evrópusambandsins er auðvitað ekki fullburða... Ef þetta fimmtíu ára öryggissamstarf (Íslendinga og Bandaríkjamanna) er að leysast upp, þá verða menn að velta fyrir sér í fullri alvöru hvað eigi að koma í staðinn. Og sú heimavinna hefur ekki farið fram frekar en matið á varnarþörfinni. Það sem er kannski verst í þessu máli öllu saman er að það virðist vera uppi alger pattstaða sem menn komast ekki út úr." Framsókn og ESB Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði tengslin við Evrópusambandið að umtalsefni eftir að hafa rakið stuttlega hraðfara breytingar á borð við hnattvæðingu. Hún vitnaði í svofellda ályktun Flokksþings Framsóknarflokksins snemma á þessu ári: "Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing - til kynningar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði." Siv gat þessu næst að ágreiningur hefði verið uppi meðal Framsóknarmanna um EES samninginn en sjálf hefði hún stutt hann. Hún velti því fyrir sér hvort orðið hefðu kynslóðaskipti í umræðunni um Evrópusambandið á flokksþinginu. "Unga fólkið var mun jákvæðara gagnvart aðild að Evrópusambandinu en við höfðum áður heyrt á vettvangi Framsóknarflokksins...Það sagðist sjá að Evrópusambandið væri einsleitt og við værum hluti af því. Við værum með EES-samninginn og við hefðum þróast eins og Evrópa vegna þess." Siv rakti drætti í hugarfari unga fólksins á flokksþinginu. "Ég tel að það sé að verða breyting í Framsóknarflokknum að þessu leyti." Siv kvaðst einnig skynja meiri velvild í garð Evrópusambandsins innan Sjálfstæðisflokksins, einkum meðal fólks í viðskiptalífinu. "Það var þó ekki að sjá í ályktunum landsfundarins og þar var sagt að ekki ætti að skoða slík mál á næstunni. Og í yfirlýsingum forystumanna var ekki að finna neina breytingu á viðhorfum í garð ESB. En ég fullyrði að það sé talsverð breyting á ferðinni hjá Framsóknarflokknum og þá einkum hjá unga fólkinu," sagði Siv. Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Metum varnarþörfina Umræður um skýrslu Geirs. H. Haarde um utanríkismál þjóðarinnar stóðu klukkustundum saman síðastliðinn fimmtudag. Stjórnarandstæðingar stöldruðu sérstaklega við óvissuna sem upp er komin í samningaviðræðum við Bandaríkjamenn um endurskoðun og framkvæmd varnarsamningsins, sem haldið hefur allar götur frá 1951. Í lok ræðu sinnar sagði Geir: "Utanríkisstefna Íslands byggist sem fyrr á gæslu hagsmuna lands og þjóðar og öflugu fyrirsvari gagnvart öðrum ríkjum. Hins vegar hefur sú þróun jafnframt orðið áberandi hin síðari ár að auk beinnar hagsmunagæslu að Íslendingar taki í ríkari mæli þátt í alþjóðlegum verkefnum sem ekki tengjast íslenskum hagsmunum með beinum hætti." Þessi orð utanríkisráðherra urðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, tilefni til gagnrýni og spurði hún hvert erindi Íslendinga ætti að vera á alþjóðavettvangi. Þótti henni utanríkisráðherra skauta létt yfir varnarmálin og bað um útskýringar á stefnunni gagnvart Bandaríkjamönnum. "Ég geri ráð fyrir því að ráðamenn hljóti að treysta sér í slíkar útskýringar. Að þeir hljóti að hafa það fast land undir fótum að þeir geti sett fram skiljanlegar kröfur og útskýrt þær fyrir öllu venjulegu fólki." Ingibjörg sagði að það yrði að tryggja varnir landsins. Spurningin væri hver lágmarksviðbúnaður væri. "Eru það fjórar orrustuþotur? Kannski. Til þess að geta svarað þeirri spurningu þarf að vinna raunhæft hættumat og meta þá vá sem að okkur getur helst steðjað og hvaða varnarviðbúnað þurfi til þess að takast á við hana." Taldi Ingibjörg líklegt að ríkisstjórnin legðist gegn slíku mati vegna þess að út úr því gæti komið að ekki væri þörf á miklum viðbúnaði. Og það gæti rennt stöðum undir þær óskir Bandaríkjamanna allt frá árinu 1993 að fara af landi brott með F 15 - flugsveitina og allt sem henni fylgir. "Það er býsna mikið sem henni fylgir... Fyrrverandi forsætisráðherra og sá núverandi hafa báðir látið á sér skiljast að náist þetta markmið ekki fram hafi herinn einfaldlega ekkert hér að gera... þá verði varnarsamningnum einfaldlega sagt upp. Þetta hljómar einkennilega í eyrum margra því að mörgum finnst nú lítil hótun fólgin í því að segja hernum að fara af landi brott með öll sín tæki og tól, sem er einmitt það sem hann vill." Hótunin er pólitísk að mati Ingibjargar. Hótun um að færa sig af hinu bandaríska áhrifasvæði í utanríkismálum yfir á hið evrópska. En þótt Íslendingar gætu átt öryggissamfélag með Evrópubúum væri ekki á vísan að róa. "Hin sameiginlega utanríkis- og varnarstefna Evrópusambandsins er auðvitað ekki fullburða... Ef þetta fimmtíu ára öryggissamstarf (Íslendinga og Bandaríkjamanna) er að leysast upp, þá verða menn að velta fyrir sér í fullri alvöru hvað eigi að koma í staðinn. Og sú heimavinna hefur ekki farið fram frekar en matið á varnarþörfinni. Það sem er kannski verst í þessu máli öllu saman er að það virðist vera uppi alger pattstaða sem menn komast ekki út úr." Framsókn og ESB Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði tengslin við Evrópusambandið að umtalsefni eftir að hafa rakið stuttlega hraðfara breytingar á borð við hnattvæðingu. Hún vitnaði í svofellda ályktun Flokksþings Framsóknarflokksins snemma á þessu ári: "Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og hugsanlegs undirbúnings aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing - til kynningar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði." Siv gat þessu næst að ágreiningur hefði verið uppi meðal Framsóknarmanna um EES samninginn en sjálf hefði hún stutt hann. Hún velti því fyrir sér hvort orðið hefðu kynslóðaskipti í umræðunni um Evrópusambandið á flokksþinginu. "Unga fólkið var mun jákvæðara gagnvart aðild að Evrópusambandinu en við höfðum áður heyrt á vettvangi Framsóknarflokksins...Það sagðist sjá að Evrópusambandið væri einsleitt og við værum hluti af því. Við værum með EES-samninginn og við hefðum þróast eins og Evrópa vegna þess." Siv rakti drætti í hugarfari unga fólksins á flokksþinginu. "Ég tel að það sé að verða breyting í Framsóknarflokknum að þessu leyti." Siv kvaðst einnig skynja meiri velvild í garð Evrópusambandsins innan Sjálfstæðisflokksins, einkum meðal fólks í viðskiptalífinu. "Það var þó ekki að sjá í ályktunum landsfundarins og þar var sagt að ekki ætti að skoða slík mál á næstunni. Og í yfirlýsingum forystumanna var ekki að finna neina breytingu á viðhorfum í garð ESB. En ég fullyrði að það sé talsverð breyting á ferðinni hjá Framsóknarflokknum og þá einkum hjá unga fólkinu," sagði Siv.
Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira