Hringbrautarhryllingur 8. nóvember 2005 06:00 Ekki kæmi það mér á óvart að fleiri en ég hafi í síðustu viku verið orðnir svolítið þreyttir á umfjöllun um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og aðalleikurunum í því leikriti. Ekki verður þó annað en dáðst að því hve mikla stemmningu flokknum eða öllu heldur fólkinu í Sjálfstæðisflokknum tekst að skapa við aðstæður eins og þessar. Ég er þó ekki viss um að ég dáist jafn mikið að fréttamati fjölmiðlamanna um hvað hæst ber. Það er vægt til orða tekið að fréttamenn ljósvakamiðlanna hafi verið iðnir við umfjöllun um prófkjörið og spjall við eða um aðalleikarana – þeir voru mjög iðnir við þá umfjöllun alla saman. Meira að segja hálfur þátturinn Í vikulokin, á laugardagsmorgni, fjallaði um þennan atburð og úrslitin voru fyrsta frétt í öllum kvöldfréttum. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hugsi yfir þessu fréttamati, en hugsa sem svo að fréttafólkið hljóti að vita hvað það er að gera. Skoðanakannanir um fylgi flokkana ef efnt væri til borgarstjórnarkosninga nú sýna að Sjálfstæðisflokkurinn ynni þær kosningar, sumar kannanirnar sýna að sigurinn yrði mjög glæsilegur. Fréttamenn fjalla um úrslit prófkjörsins eins og úrslit kosninganna hafi verið ráðin í þessum skoðanakönnunum og tala við sigurvegarann í prófkjöri flokksins sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur. Þetta finnst mér athugavert. Vissulega hefur sigurvegarinn góða möguleika á að gegna því embætti en ekkert er ráðið um það fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössum. Mér finnst miklu skipta að fréttamenn haldi þeirri staðreynd vel til haga. Ég held að það sé enginn ágreiningur um að það skiptir máli hvernig haldið er á fréttaflutningi og að hann hefur mikið áróðursgildi. Mér finnst það svo sem ekki koma pólitík lítið við að stjórna Reykjavíkurborg, nema líklegast þegar kemur að því hverjir fá störfin, hvort heldur það eru föst störf eða nefnastörf. En ég held að það geti verið nokkuð erfitt verkefni að stjórna borginni. Ég væri t.d. svolítið áhyggjufull ef ég hefði eitthvað með Strætó að gera. Ég er þeirrar skoðunar að almannasamgöngur séu mjög svo af hinu góða og þær eigi að efla. Það er hins vegar til lítils að vera með flott og þéttriðið Strætó-net ef enginn vill nota það. Varla þýðir að berja fólk í hausinn og segja því að fara í Strætó. Nú vill svo til að þegar ég lít upp frá tölvunni við þessi skrif þá sé ég gjarnan Strætó keyra fram hjá. Ég held að ég hafi talið eina fimm vagna, það sést ekki hræða í þessum bílum nema vagnstjórinn. Það sama var uppi á teningum í morgun þegar ég brá mér í sunnudagsgöngutúrinn, þá keyrðu nokkrir fram hjá mér, ég taldi mest þrjá í vagni. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef verið haldin þeirri áráttu í nokkrar vikur að telja eða reyna að slá tölu á fjölda farþega í strætisvögnum sem ég sé, ég held svei mér þá að ég hafi sjaldan talið fleiri en sjö, jafnvel á milli átta og níu á morgnanna sé ég aldrei fullan strætó. Jafnvel áköfustu talsmenn almenningssamgangna hljóta að verða að láta í minni pokann þegar enginn eða fáir vilja nota þjónustuna. Þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir fyrir þá fáu sem virkilega þurfa á þjónustunni að halda. Það er reyndar umhugsunarvert að sama borgarstjórnin og ber ábyrgð á Hringbrautar-hryllingum skuli fara út í sérstakt átak um almenningssamgöngur. Hringbrautarhryllingurinn sýnist mér einmitt vera réttættað afkvæmi einkabílismans, þó svo vilji reyndar til að þessi voðalega gata liggur einhvernveginn þannig að kona keyrandi í sínum prívat bíl notar hana ekki og fer frekar yfir Skólavörðuholtið. Ekki furða þó borgarfulltrúar biðjist afsökunar á að hafa látið vegagerðina viðgangast. Það er gott og blessað og jafnvel til eftirbreytni að stjórnmálamenn sjái að sér og skipti um skoðun. Slíkur viðsnúningur skoðana firrir menn hins vegar ekki ábyrgð á þeim verkum og framkvæmdum sem þeir hafa staðið að. Ánægjulegt væri t.d. að heyra menn beita sér fyrir að taka bensínstöð nokkra sem á vera við Hringbrautarhraðbrautina út af skipulaginu. Þá tryðu kjósendur því frekar að hugur fylgdi máli í sinnaskiptunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ekki kæmi það mér á óvart að fleiri en ég hafi í síðustu viku verið orðnir svolítið þreyttir á umfjöllun um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og aðalleikurunum í því leikriti. Ekki verður þó annað en dáðst að því hve mikla stemmningu flokknum eða öllu heldur fólkinu í Sjálfstæðisflokknum tekst að skapa við aðstæður eins og þessar. Ég er þó ekki viss um að ég dáist jafn mikið að fréttamati fjölmiðlamanna um hvað hæst ber. Það er vægt til orða tekið að fréttamenn ljósvakamiðlanna hafi verið iðnir við umfjöllun um prófkjörið og spjall við eða um aðalleikarana – þeir voru mjög iðnir við þá umfjöllun alla saman. Meira að segja hálfur þátturinn Í vikulokin, á laugardagsmorgni, fjallaði um þennan atburð og úrslitin voru fyrsta frétt í öllum kvöldfréttum. Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hugsi yfir þessu fréttamati, en hugsa sem svo að fréttafólkið hljóti að vita hvað það er að gera. Skoðanakannanir um fylgi flokkana ef efnt væri til borgarstjórnarkosninga nú sýna að Sjálfstæðisflokkurinn ynni þær kosningar, sumar kannanirnar sýna að sigurinn yrði mjög glæsilegur. Fréttamenn fjalla um úrslit prófkjörsins eins og úrslit kosninganna hafi verið ráðin í þessum skoðanakönnunum og tala við sigurvegarann í prófkjöri flokksins sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur. Þetta finnst mér athugavert. Vissulega hefur sigurvegarinn góða möguleika á að gegna því embætti en ekkert er ráðið um það fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössum. Mér finnst miklu skipta að fréttamenn haldi þeirri staðreynd vel til haga. Ég held að það sé enginn ágreiningur um að það skiptir máli hvernig haldið er á fréttaflutningi og að hann hefur mikið áróðursgildi. Mér finnst það svo sem ekki koma pólitík lítið við að stjórna Reykjavíkurborg, nema líklegast þegar kemur að því hverjir fá störfin, hvort heldur það eru föst störf eða nefnastörf. En ég held að það geti verið nokkuð erfitt verkefni að stjórna borginni. Ég væri t.d. svolítið áhyggjufull ef ég hefði eitthvað með Strætó að gera. Ég er þeirrar skoðunar að almannasamgöngur séu mjög svo af hinu góða og þær eigi að efla. Það er hins vegar til lítils að vera með flott og þéttriðið Strætó-net ef enginn vill nota það. Varla þýðir að berja fólk í hausinn og segja því að fara í Strætó. Nú vill svo til að þegar ég lít upp frá tölvunni við þessi skrif þá sé ég gjarnan Strætó keyra fram hjá. Ég held að ég hafi talið eina fimm vagna, það sést ekki hræða í þessum bílum nema vagnstjórinn. Það sama var uppi á teningum í morgun þegar ég brá mér í sunnudagsgöngutúrinn, þá keyrðu nokkrir fram hjá mér, ég taldi mest þrjá í vagni. Verð reyndar að viðurkenna að ég hef verið haldin þeirri áráttu í nokkrar vikur að telja eða reyna að slá tölu á fjölda farþega í strætisvögnum sem ég sé, ég held svei mér þá að ég hafi sjaldan talið fleiri en sjö, jafnvel á milli átta og níu á morgnanna sé ég aldrei fullan strætó. Jafnvel áköfustu talsmenn almenningssamgangna hljóta að verða að láta í minni pokann þegar enginn eða fáir vilja nota þjónustuna. Þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir fyrir þá fáu sem virkilega þurfa á þjónustunni að halda. Það er reyndar umhugsunarvert að sama borgarstjórnin og ber ábyrgð á Hringbrautar-hryllingum skuli fara út í sérstakt átak um almenningssamgöngur. Hringbrautarhryllingurinn sýnist mér einmitt vera réttættað afkvæmi einkabílismans, þó svo vilji reyndar til að þessi voðalega gata liggur einhvernveginn þannig að kona keyrandi í sínum prívat bíl notar hana ekki og fer frekar yfir Skólavörðuholtið. Ekki furða þó borgarfulltrúar biðjist afsökunar á að hafa látið vegagerðina viðgangast. Það er gott og blessað og jafnvel til eftirbreytni að stjórnmálamenn sjái að sér og skipti um skoðun. Slíkur viðsnúningur skoðana firrir menn hins vegar ekki ábyrgð á þeim verkum og framkvæmdum sem þeir hafa staðið að. Ánægjulegt væri t.d. að heyra menn beita sér fyrir að taka bensínstöð nokkra sem á vera við Hringbrautarhraðbrautina út af skipulaginu. Þá tryðu kjósendur því frekar að hugur fylgdi máli í sinnaskiptunum.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun